Krydduð rauðbeðukaka með mascarpone og karamellu
Uppruni
Þessi uppskrift kemur úr sænska blaðinu ,,Bakat og gott“. Frábær kaka sem þykir sérstaklega góð – meira að segja þótti börnunum hún góð. Þrátt fyrir að mikið sé af rauðbeðum í kökunni kemur á óvart að hún er græn að lit þegar skorið er í hana.
Forvinna
Pistasíukaramelluna og karamellusósuna má gera áður. Kökuna má búa til daginn áður en best er að laga mascarponekremið samdægurs.
Hráefni
Botn
- 3 dl sykur
- 100 g smjör – við stofuhita
- 3 egg
- 3 dl hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk kardimomma
- ½ dl olía
- 200 g rauðbeður – flysjaðar og rifnar eins fínt og hægt er
- Börkur af 1 lífrænni sítrónu – rifinn
- 2 dl heslihnetur – grófsaxaðar
- ½ grænt epli – flysjað og rifið
Krem
- 200 g mascarpone ostur – við stofuhita
- ½ dl flórsykur
- 3 dl rjómi
- 2 tsk sítrónusafi
Pistasíukaramella
- ¼ dl sykur
- ¾ dl pistasíuhnetur
Karamellusósa
- ½ dl sykur
- ¾ dl vatn
Verklýsing
Botn
- Ofninn er hitaður í 200°C
- Smjör og sykur þeytt þar til blandan verður létt og ljós. Eggin sett út í – eitt í einu
- Hveiti, matarsóda, lyftidufti og kardimommu blandað saman við þannig að deigið verði laust við kekki
- Rifnar rauðbeður settar út í olíuna og blandað saman við deigið ásamt rifna eplinu, sítrónuberkinum og heslihnetunum
- Kakan bökuð í u.þ.b. 24 cm springformi í 35 – 40 mínútur. Gott að stinga prjóni í kökuna til að athuga hvort hún sé bökuð (ef prjónninn er hreinn er kakan tilbúin)
Krem
- Mascarpone ostinum blandað saman við flórsykur
- Rjóma hellt út í – lítið í einu og þeytt saman
- Sítrónusafa blandað saman við í lokin
Pistasíukurl
- Sykur bræddur á meðalhita þar til hann bráðnar og verður ljósbrúnn. Hneturnar settar út í, öllu skellt með hraði á bökunarpappír og dreift vel úr – látnið kólna og harðna – saxað gróft
Karamellusósu
- Sykur bræddur í litlum potti þar til hann nær gulbúnum lit. Vatni bætt út í og suðan látin koma upp
- Látið sjóða í 2 – 3 mínútur og síðan kólna
Samsetning
Kakan sett á kökudisk, mascarponekrem sett frjálslega ofan á, karamellusósunni hellt yfir og pistasíukurli dreift yfir
Geymsla
Kakan er geymd í kæli. Hún er best nýbökuð en einnig góð daginn eftir
Karamellusósa

Kakan


Kakan komin úr ofninum







