Mangó sorbet með ljúffengri sósu – einfalt og frískandi

Mangó sorbet með ljúffengri sósu – einfalt og frískandi

 • Servings: 4 - 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Hugi elskar mangó og það besta sem hann veit er þegar eitthvað mangótengt er til í ísbúðinni.  Þegar ég rakst á þessa uppskrift í gamalli danskri kokkabók ákvað ég að prófan hana. Honum fannst sorbetið æðislegt og borðar það í brauðformi. Þessi réttur er upplagður eftirréttur – hann er auðveldur, frískandi og mjög góður. Kemur sér vel að það þarf að útbúa hann daginn áður og eina sem eftir er að gera er að láta ískrapið í eftirréttaskálarnar.

Forvinna

Þennan eftirrétt þarf að útbúa daginn áður.

Hráefni

 • 900 g mangó – upplagt að nota frosið
 • ½ tsk sítrónusafi
 • Börkur af 1 appelsínu (helst lífræn) – rifinn fínt
 • Börkur af 1 lime (helst lífrænt) – rifinn fínt
 • 4 eggjahvítur – stífþeyttar
 • 50 g sykur
 • 1¼ dl rjómi
 • 50 g flórsykur

Verklýsing

 1. Ef notaðir eru frosnir mangóbitar þarf að láta þá þiðna. Þeir eru síðan maukaðir í matvinnsluvél eða blandara
 2. Mangómaukinu skipt í tvennt. Appelsínu- og limeberki bætt við annan helminginn – blandað saman
 3. Eggjahvítur þeyttar og sykurinn settur út í – stífþeytt og blandað varlega saman við mangómaukið
 4. Plastfilma sett yfir skálina og sett í frysti í rúmlega klukkustund
 5. Skálin tekin út og mangóblandan þeytt saman í hrærivél eða með þeytara. Sett í lokað ísbox og aftur í frystinn þar til blandan er frosin í gegn
 6. Sósa: Rjómi og flórsykur þeytt saman – stífþeytt
 7. Hinum helmingnum af mangómaukinu blandað saman við sykurrjómann. Sósan látin standa í kæli í u.þ.b. sólarhring
 8. Mangó sorbet tekið út u.þ.b. 10 mínútum áður en það er borið fram. Þá á það að vera nægilega mjúkt til að hægt sé að móta kúlur með skeið
 9. Borið fram í skálum sem hafa verið kældar í frysti eða kæli – gott að hafa vel af mangósósunni

IMG_1564

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*