Einföld súkkulaðiformkaka

Einföld súkkulaðiformkaka

  • Servings: 1 kaka
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi kaka er stundum í eftirrétt hjá tengdamóður minni og er hún mjög vinsæl. Góð og einföld uppskrift sem hún fékk úr Gestgjafanum. Kakan er best nýbökuð en hún er líka fín daginn eftir.

Hráefni

  • 100 g smjör
  • 150 g púðursykur
  • 80 g sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 500 g hveiti
  • 70 g kakó
  • ¼ tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2½ dl mjólk

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
  2. Smjör, sykur og púðursykur hrært saman þar til blandan verður létt og ljós
  3. Eggjum og vanilludropum bætt út í – hrært áfram
  4. Hveiti, kakó, matarsódi og lyftiduft sigtað saman í hræruna
  5. Mjólk blandað saman við – hrært saman
  6. Deigið sett í ílangt smurt jólakökuform  (20 cm langt) – bakað í neðstu rim í ofninum í 50 – 60 mínútur

 

Á vel með

Rjóma og jarðarberjum en kakan er líka góð ein og sér.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*