Frönsk súkkulaðikaka með jarðarberjum

Frönsk súkkulaðikaka með jarðarberjum

 • Servings: 10 sneiðar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég frá Þórunni fyrir mörgum árum og er hún sígild.

Forvinna

Hægt að nota hakkaðar heslihnetur beint úr poka en gott að fínmala þær þá blandast þær betur við deigið. Ef það er gert í mixara þarf að gæta þess að vinna það ekki of mikið þar sem áferðin á hnetunum breytist.

Hráefni

 • 200 g suðusúkkulaði
 • 200 g smjör
 • 3 dl sykur
 • 4 egg
 • 1 dl hveiti
 • 100 g malaðar heslihnetur
 • Jarðarber
 • Flórsykur

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 180°C
 2. Suðusúkkulaði og smjör brætt saman í potti yfir heitu vatnsbaði
 3. Hnetur og hveiti – blandað saman
 4. Egg og sykur þeytt saman þannig að hræran verði ljós og þykk – súkkulaðiblöndu og hnetublöndu bætt varlega saman við með sleikju
 5. Sett í 24 cm kökuform (gott að hafa smjörpappír undir) og bakað í ofninum í 30-40 mínútur. Það er smekksatriði hvað fólk vill hafa hana mikið bakaða. Mér finnst kakan góð blaut og baka hana því ekki of mikið
 6. Jarðarber sett ofan á og sigtuðum flórsykri stráð yfir

Ath.  Ef uppskriftin er tvöfölduð er hún sett í stærra form t.d. ferhyrnt 35×24 cm.  Þá er hún bökuð aðeins lengur eða u.þ.b. 50 mínútur.

Meðlæti

Þeyttur rjómi.

Heslihnetur malaðar og smjör og súkkulaði brætt í potti

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*