Eldspýtukökur – kransakökubitar

Eldspýtukökur - kransakökubitar

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 60 - 70 kökubitar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Um hver jól hefur mamma bakað eldspýtukökurnar eins og þær hafa alltaf verið kallaðar.  Þessar eru einfaldar að baka og alltaf vinsælar.

Hráefni

  • 670 g möndlumassi

Ath: Það er ekki sama hvaða marsipan er notað. Ég hef verið með það sem fæst í Fjarðarkaupum og þeir pakka sjálfir. Athuga að þetta er kransakökumassi (ekki hjúpmarsipan). Hef notað danska Odense marsipanið, með mismunandi árangri, en þar er sykur- og möndlumagnið mismunandi eftir tegundum. Kökurnar hafa lekið og orðið allt öðruvísi nema þegar ég hef notað marsipanið frá þeim með 63% möndlum – þá hefur það gengið glimrandi vel.

  • 250 g sykur
  • 1 eggjahvíta
  • 15-17 g vatn
  • U.þ.b. 200 g suðusúkkulaði

Verklýsing

Athuga að þykkt og stærð á bitunum í lýsingunni er meira til viðmiðunar

  1. Ofinn hitaður í 175°C
  2. Möndlumassi, sykur, eggjahvíta og vatn hrært saman – ekki hræra lengi heldur bara rétt þar til hráefnin hafa blandast saman. Gott að setja deigið aðeins í kæli
  3. Deiginu skipt í 4 parta (deigið sem ekki er verið að nota er sett í kæli á meðan) og hver partur rúllaður í lengju sem er u.þ.b. 2 cm á þykkt
  4. Skorið í u.þ.b. 4 – 6 cm langa bita. Gott að laga aðeins skurðendana með fingrunum/hnífi þannig að kakan verði fallegri. Raðað á ofnskúffu/grind með smjörpappír.  Til að kökurnar springi síður er gott að pensla eða spreyja þær með vatni
  5. Bakað í 15 – 17 mínútur. Mikilvægt að fylgjast vel með kökunum síðustu 5 mínúturnar
  6. Kökurnar látnar kólna á grind
  7. Suðusúkkulaði sett í skál, látið bráðna í örbylgjuofni eða yfir heitu vatnsbaði
  8. Öðrum endanum dýpt ofan í súkkulaðið – lagt á smjörpappír
  9. Súkkulaðið látið harðna og kökubitarnir settir í box. Best að geyma þá í lokuðu boxi í kæli – þar geymast þeir vel og lengi

Best að nota þennan kransakökumassa

img_1600

 

Gott að pensla kökurnar með vatni – þá springa þær síður

img_1595

 

IMG_9998

 

img_1203

 

Önnur útfærsla: mylja möndlur í skál, dýfa öðrum endanum í súkkulaði og velta síðan þeim enda upp úr möndlunum 
img_1605

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*