Frábært kjúklingapasta – gott og orkuríkt

Frábært kjúklingapasta – gott og orkuríkt

  • Servings: 4 – 6
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Um daginn var von á fjörugum strákum í hádegismat en þeir áttu að keppa í fimleikum síðar um daginn.  Þeir þurftu því að fá orkuríkan mat en alls ekki of þungan. Þessi réttur er sambland af nokkrum uppskriftum en auk þess eru þarna hráefni sem þjálfari strákanna hafði óskað eftir.  Svo skemmtilega vildi til að rétturinn var góður og ekki var það verra að hann var tiltölulega auðveldur og fljótlegur. Í næstu afmælisveislu verður þessi réttur á boðstólnum.

Forvinna

Hægt er að steikja kjötið eitthvað áður og útbúa sósuna.

 

Hráefni

Kjúklingur

  • 800 g kjúklingabringur
  • U.þ.b. 2 tsk saltflögur
  • Pipar
  • U.þ.b. 1 msk smjör – til steikingar
  • 1 dl Supreme Soy sojasósa (notaði frá Thai Pride)
  • 1 dl síróp

 Sósa

  • 1 búnt/box basilika – söxuð
  • 2 hvítlauksrif – söxuð fínt eða pressuð í hvítlaukspressu
  • ½ – 1 rauður chilipipar – fræhreinsaður og saxaður
  • 4 – 5 msk olía

Meðlæti

  • ½ dl sesamfræ
  • 1 dl  rifinn parmesanostur
  • Salat t.d. ruccola
  • 500 g tagliatelle
  • 3 – 4 soðin egg

Verklýsing

Kjúklingur

  1. Ofninn hitaður í 200°C
  2. Smjör hitað á pönnu og kjúklingabringurnar saltaðar og pipraðar – bringurnar steiktar á frekar háum hita þar til fallegur litur kemur á kjötið. Sett í eldfast fat
  3. Blanda saman sojasósu og sírópi í skál. Blöndunni hellt yfir kjúklingabringurnar og fatið látið vera í ofninum í 20 mínútur þar til kjöthitamælirinn sýnir 77°C (sumum finnst nóg að hann sýni 70°C)
  4. Kjötið aðeins látið jafna sig en skorið síðan í frekar þunnar sneiðar.  Ath. Gott að nota svolítið af sósunni, sem er í eldfasta fatinu, til að hella yfir sneiðarnar

Sósa

  1. Basilika, hvítlaukur og chilí saxað fínt – sett í skál og blandað saman við olíuna

Meðlæti

  1. Egg soðin (egginn sett í pott með köldu vatni – suðan látin koma upp (ekki of hratt þá springa eggin frekar.  Eftir að suðan kemur upp er hitinn lækkaður og eggin soðin í 7 – 10 mínútur allt eftir því hve harðsoðin þau eiga að vera)
  2. Salati dreift á stórt fat
  3. Pasta soðið (suðan látin koma upp í stórum potti, saltað og gott að setja aðeins af olíu.  Pastað sett í, hitinn lækkaður aðeins og soðið skv. leiðbeiningum þ.e. fjöldi mínúta). Þegar pastað er soðið er vatnið sigtað frá og því hellt yfir fatið
  4. Kjúklingabitunum dreift yfir salatið
  5. Sósunni hellt yfir, seasamfræjum og parmesanosti stráð yfir.  Skreytt með eggjum og því sem eftir er af basiliku

Kjúklingur útbúinn

 

img_1113

 

Sósan útbúin 


img_1209

Kjúklingur skorinn niður – salat sett á disk ásamt pasta

img_1202

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*