Home » Gott kartöflumúsartwist

Gott kartöflumúsartwist

Kartöflumús með parmesanosti og brenndu smjöri

  • Servings: 4 - 5
  • Difficulty: meðal
  • Prenta

Uppruni

Hér kemur smá twist af kartöflumúsinni hennar mömmu.  Nú er búið að bæta parmesanosti við og brenndu smjöri hellt yfir.  Skemmtileg tilbreyting að bjóða upp á þessa útgáfu sem á vel með nánast öllu.

 

Hráefni

  • 1 kg kartöflur
  • 1 – 2 msk smjör
  • 2½ dl heit mjólk (upp að suðu)
  • Salt og hvítur pipar
  • Aðeins af muldu múskati
  • 1 – 2 dl parmesanostur – rifinn fínt

 

Brennt smjör

  • 30 g smjör
  • 1 – 2 skarlottulaukar – skornir fínt
  • ½ – 1 msk capers – saxað smátt

Verklýsing

  1. Kartöflurnar soðnar (settar í kalt vatn og saltað aðeins – suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og soðið í u.þ.b. 20 mínútur).  Karöflurnar má flysja áður en þær eru soðnar eða strax eftir suðu
  2. Mjólk hituð í potti (til að spara uppþvott er gott að nota pott sem hægt er að nota fyrir kartöflumúsina í lokin)
  3. Kartöflurnar eru pressaðar heitar. Smjöri bætt í og hrært saman við.  Heitri mjólkinni ásamt rifna parmesanostinum bætt við – hrært saman (best að nota hrærivél) – ath ekki hræra of lengi
  4. Kryddað eftir smekk
  5. Mér finnst ágætt að setja kartöflumúsina í lokin í pottinn, sem mjólkin var hituð í, og velgja hana á lágum hita

 

Brennt smjör

  1. Smjör brætt í potti ásamt lauk og capers.  Það er ágætt að láta smjörið malla á meðahlita í rólegheitum.  Þegar farið er að krauma í því og froða myndast ætti að fara að koma brúnn litur í botninn. Þegar laukurinn er orðinn vel brúnn er gott að slökkva á hitanum
  2. Rétt áður en kartöflumúsin er borin fram er ágætt að skerpa á hvoru tveggja.  Músin sett á fat og brennda smjörinu hellt yfir

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*