Samhangandi brauðbollur með muscovado og keimi af kanil

Samhangandi brauðbollur með muscovado og keimi af kanil

 • Servings: /Magn: 16 brauðbollur
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Ég fékk svipaðar brauðbollur á veitingastað í Boston.  Mér fannst þær góðar og langaði að prófa.  Það féll í kramið á heimilinu og það litla sem varð eftir af brauðinu var líka gott daginn eftir.  Sniðugt brauð til að hafa í veislum og þar sem metta þarf maga.

Hráefni

Brauð

 • 50 – 60 g smjör
 • 4 dl mjólk
 • ¾ – 1 dl hunang
 • 750 – 800 g hveiti
 • 2½ tsk ger
 • 1-1½ tsk salt
 • 1 egg – við stofuhita
 • 4 msk olía

Ofan á

 • Egg – til penslunar
 • 30 – 40 g smjör
 • ½ – ¾ dl dökkur muscovado sykur
 • ½ -1 tsk kanill

Verklýsing

Brauð

 1. Smjör, mjólk og hunang sett í pott – hitað á vægum hita þar til hunangið er uppleyst og blandan er orðin 37°C – má vera aðeins kaldara en alls ekki of heitt
 2. Ger sett í skál og mjólkurblöndunni hellt út í – blandað saman
 3. Helmingi af hveitinu blandað saman við ásamt olíu, salti og eggi – ágætt að nota sleif
 4. Þegar hinum helmingnum af hveitinu er bætt saman við er betra að hnoða deigið í hrærivél – gott að setja ekki of mikið af hveiti í einu – hnoðað í nokkrar mínútur. Deigið á ekki að klístrast mikið við fingurna en það má heldur ekki vera of þurrt
 5. Klútur eða plastfilma sett yfir skálina og láitð hefast í 1½ – 2 tíma
 6. Álpappír settur í form – u.þ.b. 25 x 25 cm
 7. Deiginu skipt í 16 bita – kúlur mótaðar og raðað í formið
 8. Látið hefast í 1 – 1½ klukkustund – með klút yfir (þegar hér er komið sögu má alveg setja formið inn í kæli og geyma það í 8 – 12 klukkustundir)
 9. Ofninn hitaður í 225°C (undir- og yfirhiti)
 10. Egg pískað og penslað á deigið og bakað í u.þ.b. 25 mínútur. Fylgjast með að brauðið verði ekki of dökkt – ágætt að setja álpappír/bökunarpappír síðustu 10 mínúturnar
 11. Muscovado og kanil blandað saman í skál
 12. Þegar brauðið er komð úr ofninunum er smjör penslað á brauðið og kanilblöndunni stráð yfir
 13. Brauðið látið kólna í forminu

 

img_1369

img_1372

img_1368
img_1374

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*