Fljótlegt og barnvænt tortellini pasta

Fljótlegt og barnvænt tortellini pasta

 • Servings: fyrir 4-5
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin og höfðaði vel til barnanna á heimilinu.  Rétturinn er einfaldur, fljótlegur og mettandi.

Hráefni

 • 2 öskjur (250 g hver) af fersku tortellini pasta (eða tveir pokar)
 • 4 gulrætur – skornar í þunnar sneiðar
 • Olía
 • ½ rauð paprika – skorin í litla bita
 • 1 tsk rautt curry paste
 • 2 – 3 dl matreiðslurjómi
 • Paprikuduft
 • Salt og pipar
 • Ögn af múskati
 • 1 tsk grænmetiskraftur
 • ½ dl rifinn mosarellaostur, mosarellukúlur eða afgangur af osti
 • 1½ dl rjómaostur
 • Parmesanostur

Verklýsing

 1. Vatn hitað að suðu, léttsaltað og ögn af olíu sett í pottinn. Gott að hafa vel af vatni þegar pasta er soðið – þess vegna er upplagt að nota stóran pott
 2. Tortillapasta soðið í 16-18 mínútur (sjá leiðbeiningar). Ef notað er ferskt pasta er suðutíminn töluvert styttri (þá er betra að byrja á sósunni)
 3. Olía hituð á pönnu og gulrætur steiktar á meðalhita í 5 mínútur. Papriku bætt við og steikt í u.þ.b. 2 mínútur. Curry paste bætt við ásamt grænmetiskrafti, múskati, salti, pipar og rjóma – blandað saman
 4. Rjómaosti og osti blandað saman við – hitað að suðu og hrært saman
 5. Þegar pastað er soðið er vatnið sigtað frá og því blandað saman við sósuna
 6. Parmesanosti stráð yfir – má sleppa

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*