Karamelluhjúpaðar heslihnetur – til skraut

Karamelluhjúpaðar heslihnetur - til skrauts

 • Servings: /Magn: 5 – 10 stk
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í sænsku blaði og er gaman að skreyta hinar og þessar kökur með hnetunum.

Forvinna

Hægt að búa til daginn áður en best er að skreyta kökuna rétt áður en hún er borin fram.

Hráefni

 • 5 – 10 heslihnetur
 • 1 dl sykur

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C
 2. Heslihnetur ristaðar í ofnskúffu í 12 -15 mínútur. Gæta þess að þær brenni ekki – það getur gerst snögglega
 3. Hneturnar settar á viskustykki og nuddaðar þar til það mesta af hýðinu er farið
 4. Grillpinna stungið í hverja og eina hnetu – stinga í breiðari enda hnetunnar með mjórri endanum
 5. Sykur hitaður á pönnu þar til hann er bráðnaður og gullinbrúnn. Gæta þess að hann getur orðið mjög heitur og því auðvelt að brenna sig. Pannan tekin af hitanum og beðið aðeins þar til sykurinn hefur þykknað – það gerist fljótt þannig að betra að hafa hraðar hendur
 6. Hnetunum dýft í bráðinn sykurinn og er hver og ein hneta vel þakin. Haldið kyrru á meðan sykurinn rennur af
 7. Ef sykurinn er orðinn of harður má hita hann aftur til að hjúpa fleiri hnetur
 8. Best er að hafa aðstoðarmann til að halda í grillpinnana á meðan sykurinn harðnar. Ef hann er ekki á staðnum má leggja pinnana á borðenda, setja þungt ofan á og láta harðna
 9. Grillpinnar losaðir varlega af

IMG_0618

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*