Kartöflumús frá Perú

Kartöflumús frá Perú

 • Servings: fyrir 4 -5
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég þegar ég bjó í Danmörku. Ætlaði alltaf að prófa hana og gerði það loksins um daginn – fannst kartöflumúsin mjög góð og ætla að búa hana til aftur.

Forvinna

Fínt að sjóða karöflurnar eitthvað áður og afhýða (geymi soðið og vökva blómin með því).

Hráefni

Kartöflumús

 • 1 kg kartöflur
 • 2½ dl kjúklingasoð
 • Safi úr ½ appelsínu
 • Safi úr ½ sítrónu
 • Salt
 • Cayennepipar – ég setti ½ tsk
 • Tabasco – sturtaði vel 3 sinnum

Meðlæti

 • 3 msk ólífuolía
 • 2½ dl svartar ólífur
 • 2 laukar
 • 1 msk appelsínumarmelaði

Skraut

 • Salatblöð
 • 2 harðsoðin egg

Verklýsing

Kartöflumús

 1. Kartöflurnar soðnar (20 mínútur) og afhýddar – pressaðar
 2. Sett í skál, hrært út með kjúklingasoði ásamt appelsínu- og sítrónusafa
 3. Smakkað til með cayennepipar og tabasco – rétturinn á að vera sterkur
 4. Ágætt að hita kartöflumúsina í örbylgjuofni áður en hún er sett á fat

 

Meðlæti og skraut

 1. Egg sett í kalt vatn í potti og hitað að suðu. Hitinn lækkaður og stillt á 10 mínútur. Eggin kæld og skorin í báta
 2. Laukur skorinn í sneiðar. Salatblöð skoluð og sett á fat. Kartöflumús hituð og sett á fatið
 3. 1½ msk af olíu hituð á pönnu – ólífum bætt út í og steikt snökkglega. Sett yfir kartöflumúsina
 4. 1½ msk af olíu hituð á pönnu – laukhringjum bætt út í ásamt appelsínumarmelaði – steikt snögglega og sett yfir kartöflumúsina
 5. Skreytt með eggjabátum

Gott með

Passar vel með grilluðum kjúklingi. Grillaði einn með kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og Seasoned salti og annan með paprikukryddi og smurði með barbecuesósu. Grillaði þá í rúman klukkutíma við180°C hita. Notaði afganginn af kartöflumúsinni daginn eftir með ofnsteiktum fiski og passaði það ágætlega saman.

IMG_0912

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*