Sítrónupæ

Sítrónupæ

  • Servings: /Magn: 12 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í sænsku blaði. Elska allt sem er með sítrónu og ákvað að prófa. Fannst hún fín en ef ég baka hana aftur mun ég hafa meiri fyllingu.

Forvinna

Ágætt að vera búin að laga deigið og baka. Einnig er hægt að flýta fyrir með því að rífa börkinn og kreista sítrónuna – ágætt að geyma það saman í krukku.

Hráefni

Deig

  • 125 g smjör – kalt
  • 3 dl hveiti
  • ½ dl flórsykur
  • 1 eggjarauða

Fylling

  • 2½ dl rjómi
  • 1 sítróna – rifinn börkur og safi
  • 2 egg
  • 1½ dl flórsykur

Verklýsing

Deig

  1. Ofninn hitaður í 200°C
  2. Smjöri, hveiti og flórsykur – blandað saman með höndunum þar til það verður deig. Sett í kæli í u.þ.b. 10 mínútur
  3. Deigið ýtt úr með höndunum í lausbotna form (u.þ.b. 24 cm í þvermál) – Deigið látið ná upp á kantana og pikkað með gaffli í botninn
  4. Látið standa í kæli í u.þ.b. 10 mínútur
  5. Forbaka deigið í miðjum ofni í u.þ.b. 12 – 13 mínútur
  6. Hitinn lækkaður í 180°C

Fylling

  1. Allt hráefnið þeytt saman og hellt í formið – bakað í u.þ.b. 25 mínútur. Látið kólna í forminu
  2. Pæið sett í kæli – lágmark í 1 klukkutíma

Meðlæti

Borið fram með þeyttum rjóma.

Geymsla

Pæið geymist vel í kæli og er gott í nokkra daga.

stronusk

 

One Comment

  1. Hlakka tiil ad baka thessa. Takk fyrir flott blogg.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*