Rauðbeðuduft - fallegt skraut
Uppruni
Ef þig langar að eiga eitthvað til að skreyta kökuna eða matinn og er ekki fullt af litarefnum er þetta ein hugmynd. Auðvelt og þægilegt sem geymist vel í lokuðu íláti.
Hráefni
- 100 g rauðbeða – hrá eða forsoðin
Verklýsing
- Rauðbeðan flysjuð og sneidd niður í mandólíni eða með ostaskerara
- Ofninn stilltur á 50°C (yfir- og undirhiti)
- Sneiðarnar settar í ofnskúffu með bökunarpappír undir og látnar bakast/þurrkast í ofni. Til að flýta fyrir hef ég stundum haft smá rifu á ofnhurðinni þar sem raki myndast. Þurrkunin getur tekið 4 – 6 klukkustundir. Gott að slökkva á ofninum og láta þær vera þar yfir nótt
- Myl sneiðarnar ofan í blandara og mauka þær þannig að þær verða að fínu dufti. Nota sigti til að taka stærstu kornin frá og myl þau svo aftur. Duftið geymist vel í lokuðu íláti og má nota afganginn sem skraut á ýmislegt annað
Geymsla: Geymist vel í lokuðu íláti í langan tíma







Pingback: Saðsöm og góð rauðbeðukaka