Home » Rauðbeðuduft – fegurðin leynir sér ekki

Rauðbeðuduft – fegurðin leynir sér ekki

Rauðbeðuduft - fallegt skraut

  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Ef þig langar að eiga eitthvað til að skreyta kökuna eða matinn og er ekki fullt af litarefnum er þetta ein hugmynd.  Auðvelt og þægilegt sem geymist vel í lokuðu íláti.

Hráefni

  • 100 g rauðbeða – hrá  eða forsoðin

Verklýsing

  1. Rauðbeðan flysjuð og sneidd niður í mandólíni eða með ostaskerara
  2. Ofninn stilltur á 50°C (yfir- og undirhiti)
  3. Sneiðarnar settar í ofnskúffu með bökunarpappír undir og látnar bakast/þurrkast í ofni.  Til að flýta fyrir hef ég stundum haft smá rifu á ofnhurðinni þar sem raki myndast.  Þurrkunin getur tekið 4 – 6 klukkustundir.  Gott að slökkva á ofninum og láta þær vera þar yfir nótt
  4. Myl sneiðarnar ofan í blandara og mauka þær þannig að þær verða að fínu dufti.  Nota sigti til að taka stærstu kornin frá og  myl þau svo aftur.  Duftið geymist vel í lokuðu íláti og má nota afganginn sem skraut á ýmislegt annað

Geymsla:  Geymist vel í lokuðu íláti í langan tíma

 

 

 

 

One Comment

  1. Pingback: Saðsöm og góð rauðbeðukaka

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*