Home » Organdi gott ostasalat

Organdi gott ostasalat

Peppað piparostasalat ... svo gott með brauði

  • Servings: /Magn: 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

 

Uppruni

Ostasalat er vinsælt hjá dætrum mínum en þessa uppskrift setti Heba dóttir mín saman.  Held ég þori að fullyrða að þessi þægilega uppskrift er hagkvæmari og betri en það sem er keypt tilbúið.  Þeir sem vilja hafa salatið blautara geta sett meira af sýrðum rjóma og majónesi.  Með nýbökuðu súrdeigsbrauði er þetta æði gæði og ef halda á bröns er salatið tilvalið á veisluborðið.

Hráefni

  • 1 stk piparostur – rifinn (gróft)
  • 1 rauð paprika – fræhreinsuð og skorin í smáa bita
  • 2 harðsoðin egg
  • 1 skarlottulaukur – saxaður fínt
  • 1½ dl mæjónes
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 tsk oreganó
  • ½ tsk hvítlauksblanda
  • ½ tsk worchestersósa eða nokkrir dropar af sojasósu (má sleppa)
  • ½ tsk Dijonsinnep
  • ½ tsk karrý
  • ½ tsk saltflögur

Verklýsing

  1. Öllu hráefni blandað saman í skál

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*