Home » Einfalt og gott engifermæjó

Einfalt og gott engifermæjó

Engifermajónes... gott með mörgu

  • Servings: /:Magn: 3 dl
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Hér kemur góð útgáfa fyrir engiferfólkið.  Majónesið er gott, einfalt að búa það til og hægt að bera það fram t.d. með humarsalati, pasta, fiski eða grillkjöti.  Þeir sem vilja mikið engiferbragð geta alveg aukið magnið af engiferinu.

 

Hráefni

  • 90 – 120 g engifer – rifið fínt (1½ – 3 msk engifersafi). Ath. ef ég nota lífrænt engifer sleppi ég að flysja það og þá þarf minna af því
  • 2 eggjarauður
  • 1 tsk dijonsinnep
  • 2 tsk hvítvínsedik
  • 2 – 3 msk safi úr engifer
  • 3 dl góð olía
  • Salt
  • Pipar

 

Verklýsing

  1. Engifer rifið fínt og sett í sigti eða grisju – safinn kreistur úr í skál
  2. Eggjarauða þeytt ásamt sinnepi og hvítvínsediki. Ath. mikilvægt að þeyta eggjarauðurnar vel (þannig að þær verði loftkenndar) áður en olíunni er hellt í
  3. Olíu hellt saman við í rólegegheitum í mjórri bunu á meðan eggjahræran er þeytt
  4. Engifersafanum bætt við í lokin – þeytt saman við
  5. Flott að bera engifermajónesið fljótlega fram – þá er það ,,fluffy“ og fallegt

 

Geymsla:  Geymist vel í lokuðu íláti í kæli í 2 – 3 daga (stundum þarf að fríska það upp með því að hræra aðeins í því).

 

Það má nota höndina til að kreista safaanum vel úr…

eða grisju…

Mjög gott með grillaðri bleikju …

 

One Comment

  1. Pingback: Húrrandi gott humarsalat – hanna.is

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*