Home » Smáréttur með saffrankjúklingi … já takk

Smáréttur með saffrankjúklingi … já takk

Saffrankjúklingur með appelsínukeimi og pikkluðum rauðlauk á brauði

  • Servings: /Magn: 30 - 35 bitar
  • Difficulty: meðal
  • Prenta

 

Uppruni

Um daginn færði vinkona mér nokkur sænsk matarblöð og þar fann ég þessa uppskrift.  Útfærði hana aðeins og eftir stendur þessi skemmtilegi smáréttur á hlaðborðið.  Hægt er að nota snittubrauð eða Brioche smábrauðin (má baka áður og frysta). Kjúklinginn og laukinn má matbúa fyrr um daginn eða daginn áður (geyma í kæli).  Þá er það eina sem eftir er … að setja saman réttinn (mikilvægt að kjúklingurinn nái stofuhita þannig að hann sé ekki borinn fram kaldur).  Mæli alveg með þessum rétti en auðvitað má fara alla leið og gera stóra útgáfu og hafa sem aðalrétt… Saffranloka með pikkluðum lauk.

 

Hráefni

Pækill

  • 640 – 700 g kjúklingalundir
  • ½ dl salt
  • ½ lítri vatn

Marinering

  • 2 lífrænar appelsínur (börkur af báðum og safinn úr annarri)
  • ½ g saffran steytt
  • 4 msk hunang
  • 2 msk japönsk soja
  • 2 tsk Sambal Oelek
  • 2 msk olía/smjör til steikingar

Samsetning

 

Verklýsing

Pækill

  1. Salt leyst upp í vatninu og kjúklingur látinn liggja þar í a.m.k. 30 mínútur

Marinering og eldun

  1. Appelsína skoluð í volgu vatni (ef ekki lífræn). Börkur rifinn fínt og safinn úr annarri appelsínunni kreistur.  Öllu hráefni blandað saman
  2. Kjúklingurinn tekinn úr saltvatninu og settur í marineringuna – geymt í a.m.k. 1 klukkustund (ef lengur er betra að geyma hann í kæli)
  3. Ofninn stilltur í 145°C (blástur)
  4. Panna hituð með olíu og/eða með smá smjöri.  Kjúklingurinn tekinn úr marineringunni og steiktur á báðum hliðum á frekar háum hita.  Gott að fá fallegan lit á lundirnar en sætan í marineringunni hjálpar til með það
  5. Kjúklingurinn settur í eldfast mót (eða pottinn góða Hönnupott).  Því sem eftir er af marineringunni er hellt á pönnuna og látið sjóða í nokkrar mínútur (þar til uppgufun hefur aðeins orðið) – gott að hella yfir lundirnar
  6. Lundirnar settar inn í ofn og látnar eldast í gegn eða u.þ.b. í 15 – 20 mínútur (oftast hef ég lokið á – en þá verður vökvinn meiri)
  7. Lundirnar teknar út og látnar kólan.  Skornar niður í litla strimla

Samsetning

  1. Snittubrauð: Ef notuð eru snittubrauð er gott að skera þau í sneiðar og rista stutt á pönnu.  Einnig er hægt að skera brauðið í þunnar sneiðar og rista þær í ofninum (u.þ.b. 200°C í nokkrar mínútur).  Þá verða brauðsneiðarnar alveg stökkar og því betra að hver sneið sé þunnt skorin.  ATH.  hægt er að flýta fyrir með því að rista brauðið í ofninum daginn áður
  2. Briochebrauð: Litlu brioche brauðin skorin í tvennt
  3. Majonesi smurt á brauðin og kjúklingastrimlar settir ofan á.  Pikklaður laukur þar ofan á og að lokum skreytt með kóríander, grænkáli og/eða steinselju

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*