Eðalgóð pistasíukaka

Fljótleg og einföld pistasíukaka

 • Servings: /Magn: 10 sneiðar
 • Difficulty: auðveld
 • Print

Uppruni

Þessi kaka er tilkomin vegna þess hve mikið var til af pistasíuhnetum á heimilinu. Ég ákvað því að prófa mig aðeins áfram með pistasíuhnetuköku og er þetta útkoman.  Kakan er sérstaklega saðsöm og alls ekki of sæt.  Númer 1,2, og 3 þá er kakan afskaplega fljótleg og einföld – gráupplagt að bjóða upp á hana í eftirrétt þegar tíminn er naumur.

Hráefni

 • 200 g pistasíuhnetur – malaðar frekar fínt í matvinnsluvél
 • 1½ – 2 dl hvítir súkkulaðidropar (rjómasúkkulaðidropar eða dökkt súkkulaði)
 • 100 g smjör – brætt
 • 4 egg
 • 1½ dl sykur
 • ½ dl hveiti

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blástursstilling)
 2. Sykur og egg þeytt saman þangað til blandan verður létt og ljós
 3. Smjör brætt í potti, tekið af hellunni og súkkulaðidropum blandað saman við
 4. Hveiti sett út í pistasíumulninginn –  sett saman við deigið og blandað varlega saman með sleikju
 5. Smjör og súkkulaði látið aðeins kólna í pottinum (súkkulaðið þarf alls ekki að bráðna saman við smjörið) blandað að lokum varlega saman við deigið með sleikju
 6. Deigið sett í smelluform 22 – 24 cm með bökunarpappír í botninum
 7. Bakað í 30 mínútur
 8. Skreytt með flórsykri og/eða berjum. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís

Geymsla:  Er best nýbökuð eða daginn eftir – jafnvel góð í nokkra daga við stofuhita.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*