Ferskur og óbakaður ketóeftirréttur

Ferskur og óbakaður ketóeftirréttur

 • Servings: 5 - 8
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Á sunnudögum, þegar við fjölskyldan borðum öll saman, finnst mér gaman að bjóða upp á eftirrétt.  Það getur hins vegar verið áskorun þegar einn í hópnum er á ketó.  Það er skemmtilegt að gera ketótilraunir en ég kýs frekar hefðbundnar kökur.  Þessi ketótilraun var fyrir hana Drífu mína og bað hún mig um að setja hana hér inn – bara svona til að halda uppskriftinni til haga.  Einfaldur, ferskur og bragðgóður  eftirréttur.

Forvinna

Upplagt að búa réttinn til daginn áður og láta hann standa í kæli yfir nótt.  Betra að bíða með að setja berjamaukið á og gera það frekar rétt áður en hann er borinn fram.

Ath. Rétturinn er alls ekki sætur á bragðið og má bæta úr því með því að setja meira af stevíudropum.

 

Hráefni

Botn

 • 1 dl möndlur muldar í matvinnsluvél (má einnig nota möndluflögur og hakka þær aðeins)
 • 12 g smjör – brætt
 • Saltflögur

 

Fylling

 • 3 – 4 dropar stevía
 • ½ – 1 tsk vanilluduft (hef líka notað lakkrísduft)
 • 1½ dl rjómi
 • 1 dl grísk jógúrt (má einnig nota sýrðan rjóma)
 • Nokkrir dropar limesafi

 

Skreytt með ferskum berjum eða búa til berjamauk 

Berjamauk

 • 1 dl frosin ber
 • ½ msk vatn
 • 1 – 2 dropar stevia

Verklýsing

Botn

 1. Möndlur muldar í matvinnsluvél. Bræddu smjöri blandað saman við og ögn af saltflögum stráð yfir
 2. Mulningurinn settur í 5 – 8 glös eða litlar skálar

 

Fylling

 1. Rjómi þeyttur. Stevíu og vanilludufti bætt við þegar rjóminn er byrjaður að þykkna
 2. Grískri jógúrt blandað saman við með sleikju
 3. Fyllingunni sprautað í glösin (einnig hægt að nota skeið) og sett í kæli

Fallegt að skreyta með berjamauki eða bara ferskum berjum og/eða myntu

Berjamauk

 1. Ber sett í pott ásamt vatni – hitað þannig að berin maukist aðeins
 2. Látið kólna og dreift yfir kökuna

Möndlukurlið sett í botninn

Hér eru pistasíuhnetur settar í botninn

Fylling í vinnslu  

 

Gott að nota bara fersk/frosin ber

 

Berjamauk í vinnslu

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*