Nautasushi

Nautasushi

  • Servings: 3-4 stk. á mann
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift sá ég fyrir mörgum árum í heimsókn hjá kokki í sjónvarpinu. Ég hef bæði haft þennan rétt sem forrétt og á veisluborði. Ekki eru nákvæm hlutföll í uppskriftinni en yfirleitt hefur áætlað magn verið  3-4 stk. á mann.

Forvinna

Sósuna þarf að laga daginn áður og kjötið þarf að standa yfir nótt í kæli. Einnig má mylja sveppina áður.

Hráefni

Kjöt

  • Góður biti af nautalund – millistykkið
  • Trufluolía
  • Þurrkaðir sveppir t.d. kóngssveppir
  • Salt og pipar
  • Graslaukur

Sósa  (magn er háð styrkleika sósunnar)

  • Ferskt chili
  • Hvítlaukur
  • Sultaður engifer
  • Wasabi
  • Sojasósa – (mest af henni)

Verklýsing

Kjötið – gert daginn áður

  1. Nautalundin er snyrt
  2. Trufluolía nudduð í kjötið og sett í skál eða poka – sett í kæli yfir nótt

 

Sósan – gert daginn áður

  1. Chili (núið saman til að losa fræin) saxað smátt
  2. Hvítlaukur og sultaður engifer saxað smátt
  3. Allt sett í skál ásamt wasabi og sojasósu
  4. Látið standa yfir nótt í kæli

 

Kjötið

  1. Þurrkaðir sveppir muldir í morteli ásamt salti og pipar
  2. Kjötið sett á þurra, mjög heita pönnu og brúnað á öllum hliðum
  3. Tekið af pönnunni og velt upp úr sveppakryddinu. Kjötið látið standa aðeins
  4. Skorið í mjög þunnar sneiðar – (mikilvægt)
  5. Hver sneið rúlluð utan um 2 stilka af graslauk

Geymsla

Hef geymt afgang í kæli og borðað með bestu lyst daginn eftir.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*