Fiskibollur með dilli

Fiskibollur með dilli

 • Servings: u.þ.b. fyrir 4
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er frá mömmu og er í miklu uppáhaldi. Í þennan rétt er tilvalið að nota frosna ýsu.

Forvinna

Hægt að undirbúa daginn áður eða fyrr um daginn með því að skera fiskinn í bita og útbúa deigið. Þá er bara eftir að steikja bollurnar.

Hráefni

 • 800 g fiskur (ýsa) hreinsaður og roðlaus
 • 1 dl hveiti
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 4 dl mjólk
 • 1 egg
 • 2 tsk salt
 • 1 msk dill (ef ferskt þá þrefalt meira magn)
 • Svartur pipar
 • Repjuolía og smjör til steikingar t.d. lífræn frá Rabsöl

Verklýsing

 1. Fiskur skorinn í bita og settur í hrærivélarskál ásamt hveiti og kartöflumjöli
 2. Hrært með hrærara þar til að fiskurinn tætist í sundur
 3. Mjólk, eggi, dilli, salti og pipar bætt við. Smekksatriði hversu lengi er hrært með hræraranum – ef lítið er hrært verða fiskbitarnir grófari en blandan verður jafnari við meiri hrærun. Sumum finnst betra að deigið sé þynnra en þá er sett aðeins meiri mjólk út í
 4. Best er að nota skeið til að raða deiginu á pönnuna
 5. Pannan hituð og bollurnar steiktar upp úr olíu – við meðalhita
 6. Bollurnar steiktar báðum megin þannig að þær séu fallega brúnar
 7. Þá eru bollurnar settar í pott á lægsta hita þannig að þær fái að jafna sig – þar mega þær bíða þar til þær eru snæddar

Meðlæti

Gott með kartöflum, bræddu smjöri og fersku salati.

Geymsla

Bollurnar geymast vel í kæli.

 

 

fiskbsams

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*