Karrý og egg – indverskt

Karrý og egg - indverskt

  • Servings: 2
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Fékk þess uppskrift hjá Gyðu en tengdasonur hennar býr alltaf til þennan rétt á jólunum.  Hann er yfirleitt borðaður með tortillum eða naanbrauði sem er notað til að ná upp allri sósunni.  Ég bjó hann til um daginn og hafði hann í ,,brunch“ – mér fannst hann góður og skemmtilega öðruvísi.  Það er mjög gott að hafa heimagerðar tortillur með.

Hráefni

  • Olía til steikingar
  • 1 tsk ljós sinnepsfræ
  • 1 tsk cumin
  • 1 stór laukur – skorinn smátt
  • 1 stór tómatur – skorinn smátt
  • Saltflögur
  • 1 tsk pipar
  • 1 tsk túrmerik
  • 2 tsk kóríander
  • Chiliduft – smekksatriði
  • 1 tsk garam masala
  • ½ tsk steytt kardimomma
  • 1 msk pressaður hvítlaukur ( 3 – 4 hvítlauksrif)
  • 4 egg – soðin (suðan látin koma upp og eggin soðin í 7 – 9 mínútur)
  • 100 – 150 ml kókosmjólk

Verklýsing

  1. Olíu hellt í djúpa pönnu eða pott.  Sinnepsfræ sett í og hitað á meðalhita þar til fræin eru hætt að boppa
  2. Cumin bætt við – hrært í 1 – 2 mínútur
  3. Saxaður laukur settur út í og hrært í – ekki hafa pönnuna á háum hita þar sem þetta á meira að malla.  Laukurinn steiktur þar til hann verður glær
  4. Niðurskornum tómötum bætt við – hrært í 3 – 4 mínútur þangað til þeir hafa maukast
  5. Salt, pipar, túrmerik, kóríander, chiliduft, garam masala og kardimomma sett út í og allt hrært vel saman í 4 – 5 mínútur
  6. Hvítlauki bætt við og hrært í u.þ.b. 1 mínútu
  7. Eftir 1 – 2 mínútur er kókosmjólkinni hellt yfir
  8. Egg skorin í tvennt og sett í pottinn (sjá mynd)
  9. Látið malla á lágum hita í 5 – 10 mínútur

Meðlæti

Tortillakökur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*