Eggjahreiður með beikoni

Eggjahreiður með beikoni

 • Servings: /Magn: 1 hreiður á mann
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég fékk svona eggjahreiður upphaflega hjá Eriku.  Þegar ég var með brunch fyrir fjölskylduna nýlega bauð ég upp á eggjahreiður – það þótti bæði gott og fallegt á borði.

Hráefni

 • 1 – 2 beikonsneiðar í hvert form
 • 1 egg í hvert form
 • Rifinn ostur – má sleppa

Hugmyndir að skrauti / meðlæti 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður i 180°C
 2. Beikonsneiðar settar í muffinsform þannig að skál myndast
 3. Örlítið af osti sett í botninn og hrátt egg ofan á
 4. Formið haft neðarlega í ofninum í 15 – 20 mínútur (háð stærð og lögun formana)
 5. Skraut / meðlæti: Kryddað með salti og pipar. Fallegt að setja graslauk ofan á og gott að hafa örlítið af piparrótarsósu með

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*