Frábæra frækexið hennar Gerðu – án hveitis

Fábæra frækexið hennar Gerðu - án hveitis

 • Servings: ein ofnskúffa
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá Gerðu en árlega slóst frækexið í för með göngukonum til fjalla – algjörlega ómissandi hluti af nestinu.  Það er óhætt að segja að það sé einnig vinsælt á heimilinu – klárast um leið nema það sé falið.  Sérstaklega hollt og gott kex sem auðvelt er að búa til.

Hráefni

 • 40 g chia fræ
 • 40 g sólblómafræ
 • 40 g graskerafræ
 • 40 g sesamfræ
 • 200 ml vatn
 • 1 tsk ítölsk hvítlauksblanda (t.d. frá Pottagöldrum)
 • 1 msk ferskt saxað rósmarín – má sleppa
 • sjávarsalt – eftir smekk

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 150°C
 2. Allt hráefnið sett í skál og látið standa í u.þ.b. 10 mínútur. Deigið á að vera svolítið þykkt í sér
 3. Deiginu dreift á ofnplötu með smjörpappír (5 – 6 mm þykkt) – bakað í 30 mínútur
 4. Frækexið tekið úr ofninum og smjörpappír lagður yfir – snúið við (hinn smjörpappírinn tekinn af) og kexið skorið í bita
 5. Sett aftur í ofninn og bakað áfram í 30 mínútur

Á vel við

Hummus, rauðbeðumauk, osta eða bara eitt og sér.

Geymsla

Geymist vel

 

IMG_0423 IMG_0424

IMG_0425

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*