Frábær forréttur með sætum kartöflum

Frábær forréttur með sætum kartöflum

 • Servings: 15 bitar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í sænsku blaði. Ég ákvað að varðveita hana og því er hún hér. Sérstaklega fallegur og góður réttur.

Forvinna

Kartöflurnar er hægt að rífa niður og steikja eitthvað áður og velgja þær aðeins í ofni áður en þær eru bornar fram.

Hráefni

 • 1 sæt kartafla – u.þ.b. 350 g
 • 1 egg
 • 1 tsk saltflögur
 • Rapsolía – til að steikja upp úr
 • 1 msk sýrður rjómi og 1 msk majones – hrært saman
 • Krukka með kavíar
 • Dillkvistar eða þurrkað dill
 • Svartur pipar – nýmalaður

Verklýsing

 1. Sæta kartaflan flysjuð og rifin smátt í skál
 2. Eggi bætt við og blandað saman
 3. Kúlur mótaðar og settar á disk
 4. Panna hituð og kúlan sett á pönnuna – þrýst niður á kúluna þannig að klatti myndast. Steikt í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið
 5. Lagt á bréfþurrku – gott að láta bréfið þurrka upp aðeins af olíunni
 6. Majonesblanda sett á hvern klatta ásamt hrognum og dilli

IMG_5362

IMG_5257

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*