Bolla a´la Drífa – áfengur drykkur

Bolla a´la Drífa - áfengur drykkur

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 4 lítrar
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Dóttir mín setti saman þessa bollu fyrir boð sem hún hélt – til að gleyma ekki uppskriftinni er hún sett hér inn.  Þori ekki að ábyrgjast styrkleikann hvað áfengið varðar en bollan þótti góð, kláraðist og enginn fór of drukkinn út úr húsi.  En aldrei er of varlega farið þegar bolla er í boði.

Hráefni

  • 1 lítri appelsínusafi
  • 250 – 500 ml trönuberjasafi – má sleppa
  • 1½ lítri ananassafi
  • 500 ml coconut rum – Malibu
  • 500 ml romm
  • Dash Peach schapps
  • Dash Grenadine (jarðarberja- og hindberjasýróp) – (hefur fengist í Hagkaup)
  • Appelsína – skorin í sneiðar
  • Ananas – skorinn í bita
  • Klakar

Verklýsing

Öllu nema grenadine blandað saman í glæra könnu eða bolluskál og hrært í með sleif. Grenadine er sett í síðast en þá koma í ljós flott litbrigði þar sem rauði liturinn er efst en neðst er bollan gul.  Þetta jafnast svo út þegar á líður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*