Frískandi íste – einfalt að búa til

Frískandi íste – einfalt að búa til

 • Servings: rúmlega 1 lítri
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Íste er mjög vinsæll drykkur hjá börnunum á heimilinu. Ég benti þeim á að það væri sniðugt að útbúa þeirra eigið íste þar sem það er örugglega bæði ódýrara og hollara en það sem fæst úti í búð.  Dæturnar taka það síðarnefnda samt fram yfir hitt þannig að uppskriftin er ennþá í vinnslu 🙂

Hráefni

 • ½ lítri vatn – soðið
 • ¼ – ½ tsk matarsódi
 • 1 bréf að ActiGreen (Original Green Tea Powder)
 • 1 poki sítrónu Green Tea
 • 2 msk hrásykur
 •  ½ litri kalt vatn
 • Nokkur fersk myntulauf
 • 2 – 3 sneiðar af lífrænni sítrónu
 • Ísmolar

Verklýsing

 1. Vatn hitað að suðu og hellt í könnu – matarsódi settur út í. ActiGreen duftinu bætt við ásamt tepokanum og sykri – blandað saman. Köldu vatni hellt út í ásamt myntu og sítrónusneiðum – sett í kæli og látið standa í 15-20 mínútur. Te pokinn tekinn upp úr en val hvort myntan og sítrónusneiðarnar liggi áfram í blöndunni
 2. Þegar borið er fram er gott að bæta ísmolum í könnuna eða setja ísmola í glösin. Sítrónusneið og mynta punta mikið

Geymsla

Geymist 2 -3 daga í kæli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*