Gott bananabrauð
Uppruni
Mjög góð leið til að nýta ofþroskaða banana. Setti saman þessa uppskrift þegar þannig stóð á og ákvað að halda hlutföllunum til haga þar sem brauðið varð bæði gott og auðvelt að búa til.
Hráefni
- 1 – 2 bananar
- 1 egg
- 1 dl púðursykur (fyrir þá sem vilja sykurmeira bananabrauð þá er hægt að bæta við ½ dl púðursykri og 1 dl hvítum sykri)
- ½ dl hnetusmjör eða 50 g saxað suðusúkkulaði
- 2 dl Ab-mjólk
- 2 dl hveiti
- ½ dl fínt spelt – má líka nota hveiti eða heilhveiti
- 1 dl haframjöl
- ½ tsk salt
- ½ tsk matarsódi/natron
- ½ tsk lyftiduft
- ½ msk kakó (má sleppa)
Verklýsing
- Ofn hitaður í 180°C (yfir- og undirhiti)
- Egg og púðursykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
- Bananar maukaðir og þeim ásamt hnetusmjöri/suðusúkkulaði bætt við – þeytt
- Annað hráefni sett út í og blandað vel saman með sleikju
- Deigið sett í smurt jólakökuform (ca 21 x 12 cm) eða í smurðan hönnupott
- Bakað í 35 – 45 mínútur. Gott að stinga prjóni í til að sjá hvort kakan sé tilbúin
Meðlæti
Gott með smjöri, osti eða bara eitt og sér.






