Engiferduft í teið eða í matinn
Uppruni
Áttu ferskt engifer sem liggur undir skemmdum? Þá kemur hér ein hugmynd til að nýta hráefnið. Þú ert sérstaklega heppin ef þú átt lífrænt engifer – þá þarftu ekki að flysja. Sagan segir að börkurinn sé sérstaklega hollur – ef hægt er að kaupa lífrænt engifer vel ég það í öllum tilfellum. Í hvað má nota mulninginn? Þú getur búið til eðal mulning sem má nota sem krydd í matseldina, á laugardagsnammið eða til að búa til te (líka gott þegar teið kólnar). Frábær leið til að nýta gott hráefni og forðast matarsóun.
Hráefni
- Engifer – flysjað nema það sé lífrænt
[/ingredients]
Verklýsing
- Ofninn stilltur á 45° – 50°C (blástur)
- Engifer – rifið fínt og sett í ofnskúffu með bökunarpappír
- Ofnskúffan sett inn í ofn í 3 – 4 klukkustundir. Ágætt að hafa rifu á ofninum hluta af tímanum til að uppgufun verði meiri
- Engiferið mulið í morteli (má einnig nota mixer eða kaffikvörn) og stærri korn sigtuð frá (ágætt að mylja það betur og sigta aftur)
- Sett í lokað ílát
Í matseldina … eða í teið









