Pasta með hvítu sósunni

Pasta með hvítu sósunni

 • Servings: 5 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Pasta með hvítu sósunni er uppskrift frá mömmu og er það heimatilbúinn afgangamatur. Rétturinn hefur alltaf gengið undir þessu nafni og er hann í miklu uppáhaldi hjá yngstu kynslóðinni. Það er aldrei það sama í sósunni en markmiðið er að nýta osta, álegg og mjólk sem eru á síðasta snúningi í ísskápnum.

Hráefni

 • Olía
 • Tæplega 1 dl hveiti
 • U.þ.b. 5 dl mjólk
 • Ostar eins og rjómaostur, endar af brauðosti, piparostur eða það sem leynist í ísskápnum
 • Skinka eða pepperóni – (ekki nauðsynlegt)
 • 2 – 3 msk Italian seasoning
 • 1 poki pasta u.þ.b. 500 g
 • Parmesanostur

Verklýsing

 1. Botnfylli af olíu ásamt hveiti sett í pott – hrært á meðalhita (ef blandan er þurr þá er olíu bætt við)
 2. Mjólk hrært saman við með pískara upp að suðu (mikilvægt að sósan nái suðu til að hveitibragðið hverfi)
 3. Osta- og áleggsafgöngum bætt við
 4. Italian seasoning hrært saman við – gott að hafa nóg af því
 5. Pasta soðið
 6. Rifinn parmesanostur settur yfir

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*