Kjöt í súrsætri sósu

Kjöt í súrsætri sósu

  • Servings: fyrir 2 - 3
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr gamalli kínverskri kokkabók en hefur tekið einhverjum breytingum. Góður og einfaldur réttur.

Forvinna

Sósuna er upplagt að gera einhverju áður og láta hana standa þar til rétturinn er útbúinn.

Hráefni

Kjöt og grænmeti

  • 500 g kjöt skorið í bita eða ræmur – t.d. svínalundir, lambakjöt eða kjúklingur
  • 1 paprika – t.d. ½ græn og ½ rauð paprika – skorin í sneiðar eða bita
  • 1 laukur – skorinn í sneiðar
  • 1 lítil dós af ananasbitum (geyma safann fyrir sósuna)
  • Olía til steikingar

Sósa

  • 75 g púðursykur
  • Smá salt
  • 1 dl eplaedik
  • 1 pressaður hvítlauksgeiri
  • 1 tsk söxuð eða rifin engiferrót
  • 1 dl tómatsósa
  • 1 dl ananassafi (u.þ.b. ein lítil dós)
  • 2 msk kornsterkja (maísenamjöl)

Verklýsing

Sósa

  1. Allt hráefni sett í pott og stöðugt hrært í á meðan sósan þykknar. Látið sjóða í 1 – 2 mínútur

 

Kjöt og grænmeti

  1. Grænmeti snöggsteikt á pönnu (1 – 2 mínútur) og sett til hliðar
  2. Kjöt steikt þar til það er steikt í gegn (ágætt að steikja fyrst kjötið á háum hita og láta lokast – lækka svo hitann)
  3. Grænmeti og sósu bætt út í og blandað saman við. Hitað í u.þ.b. 2 mínútur og borið fram

Meðlæti

Hrísgrjón, niðurskornir tómatar og gúrka.

Svínakjöt eða kjúklingur

img_7946

 

Sósan tilbúin

img_7947   img_7943

img_7948

 

img_7944

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*