Dúndrandi ostakaka með þristum

Ostakaka með þristum - saðsöm og einföld

 • Servings: /Magn: 10 - 12 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Á heimilinu eru þristar vinsælir og því alveg upplagt að gera tilraunir með að hafa þá í ostaköku.  Þessa útgáfu er búið að gera oft og er hún alveg glimrandi góð.

Forvinna

Upplagt að baka kökuna daginn áður þar sem hún þarf að fá að standa og jafna sig.

Hráefni

Botn

 • 250 – 280 g Hobnob eða Lu kex
 • 45 – 48 g smjör – brætt
 • 1 tsk saltflögur

 

Fylling

 • 300 g þristar
 • 400 g rjómaostur (nota Philadelphia)
 • 60 g sykur
 • 1 dós sýrður rjómi
 • ½ dl Kahlúa líkjör
 • 2 msk kornsterkja (maizenamjöl)
 • 3 egg

Krem ofan á

 • 200 ml sýrður rjómi
 • 2 msk flórsykur
 • 1 msk Kahlúa líkjör

 

Þristasósa – ofan á

 • 8 þristar – bræddir í vatnsbaði
 • U.þ.b. 1 dl rjómi

Verklýsing

Botn

 1. Kex sett í matvinnsluvél – mulið fínt. Bræddu smjöri og salti bætt við – blandað saman
 2. Sett í 20 cm smelluform (bökunarpappír í botninn) – láta mulninginn ná aðeins upp á kantana.  Sett í kæli 30 mínútur

 

Fylling

 1. Ofninn hitaður í 170°C (yfir- og undirhiti)
 2. Þristar settir í skál ofan á pott með vatni (sjá mynd) – látið bráðna við lágan hita (ekki láta vatnið sjóða þannig að vantið skvettist)
 3. Rjómaostur, sykur, sýrður rjómi og Kahlúa sett i skál – hrært saman
 4. Egg og maísmjöl sett í skál og pískað saman –  blandað saman við rjómaostablönduna með sleikju
 5. Bráðnuðum þristum bætt við – blandað saman við með sleikju
 6. Blandan sett ofan í smelluformið og bakað í 1 klukkustund
 7. Kakan tekin úr ofninum

 

Krem ofan á

 1. Sýrður rjómi, sykur og Kahúla líkjör sett í skál og hrært saman
 1. Blöndunni dreift yfir heita kökuna. Kakan sett aftur í ofninn og bökuð í 10 mínútur. Slökkt á ofninum og hann opnaður aðeins – kakan látin kólna í klukkutund (má líka taka hana út strax)
 2. Kakan sett í kæli í a.m.k. 4 klukkustundir
 3. Kakan tekin úr forminu

 

Þristasósa

 1. Þristar látnir bráðna yfir vatnsbaði. Rjóma hellt út í og hrært þart til allt hefur blandast saman.  Kakan sett á kökudisk og blöndunni dreift yfir kökuna – kælt

Skreyting

Skreytt með niðurskornum þristum

Botn í vinnslu 

Hráefni í fyllinguna 

Þristar látnir bráðna

Fyllingin útbúin

Það er misjafnt hvernig kakan bakast – stundum þarf aðeins að lagfæra  hana þegar hún kemur úr ofninum 

Krem ofan á í vinnslu

Kremið sett ofan á heita kökuna og fer hún aftur inn í ofninn – ef brúnirnar eru háar og miðjan hefur sokkið aðeins (eins og á myndinni fyrir ofan) læt ég nægja að setja kremið í miðjuna og sleppi brúnunum

Þristasósa í vinnslu

Kakan komin úr ofninum og búin að standa inni í kæli í a.m.k. 4 klukkustundir

Kakan sett á disk og þristasósu hellt yfir – má gjarnan leka aðeins út fyrir

Þristakurli dreift yfir kökuna í lokin

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*