Ketókaka í tilraunaeldhúsinu

Ketókaka í tilraunaeldhúsinu

 • Servings: 4 - 6
 • Difficulty: auðveld
 • Print

Uppruni

Það hefur verið smá erfitt að finna ketó eftirrétt fyrir ketó fólkið í kringum mig.  Þessi kaka er mjög einföld og fljótleg.  Þar sem ég hef aldrei notað sætuefni áður tók nokkurn tíma að finna þessi í sætuefnafrumskóginum en það tókst. Kakan er góð og einnig dagana á eftir.

Hráefni

Botn

 • 2 egg
 • 1 dl sæta sem er með sömu áferð og hvítur sykur (nota Xylo Sweet – mynd fyrir neðan)
 • ¼ dl hnetusmjör
 • 50 g smjör
 • ½ dl möndlumjöl
 • 1 tsk lyftiduft

Ofan á

 • 3 dl rjómi
 • 1 msk súkkulaði síróp (nota Torani chocolate flavoring syrop)
 • ½ tsk vanilluessens

Verklýsing

Botn

 1. Ofninn hitaður í 180°C
 2. Egg og sætan þeytt saman
 3. Smjör og hnetusmjör sett út í – hrært aðeins
 4. Möndlumjöli og lyftidufti bætt við – hrært
 5. Deigið sett í 20 cm smelluform (smjörpappír í botninn) og bakað í u.þ.b 25 mínútur
 6. Kakan látin kólna
 7. Kakan tekin úr forminum og sett á disk

Ofan á

 1. Rjóminn þeyttur ásamt vanilluessens – súkkulaðisætunni blandað saman við
 2. Rjóminn settur ofna á og kakan skreytt með möluðum hnetum og/eða ögn af kakói stráð yfir

 

4 Comments

 1. Ragnar Már Jónsson

  Hvar fæst Xylo-sweet sykur í dag ?

 2. er súkkulaði sírópið eingöngu notað í rjómann og ekki kökuna?
  hvenær er vanillu essensið notað?

  • Hæhæ,
   Súkkulaðisírópið fer bara í rjómann (ekki í kökuna) og líka vanilluessensið. Takk fyrir ábendinguna – þarf að laga þetta 🙂
   Kveðja, Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*