Súkkulaðimús úr lárperu (avókadó) – sérstaklega góð

Súkkulaðimús úr lárperu (avókadó) - sérstaklega góð

 • Servings: /Magn: 3 - 4 skálar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi eftirréttur er búinn til fyrir hana Drífu – eftirréttur með minni sykri og engu hveiti. Mæli með þessum bragðgóða eftirrétti.

Hráefni

Súkkulaðimús

 • 1 lárpera
 • 1 msk kókosólía
 • ¼ dl hunang
 • ¼ tsk vanilluduft
 • 1 msk kakó
 • Nokkrir dropar af sítrónusafa

Skraut

 • Ávextir, múslí eða granóla

Verklýsing

 1. Lárperan maukuð og öðrum hráefnum blandað saman við
 2. Maukinu skipt í 3 – 4 skálar og skreytt með ávöxtum og/eða múslí/granóla.  Gott með þeyttum rjóma

Geymsla: Geymist í kæli – er gott daginn eftir

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*