Sænsk limpa

Sænsk limpa

 • Servings: /Magn: 2 brauð
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í sænsku blaði.  Þegar fjölskyldan fer til Svíþjóðar er sænsk limpa alltaf keypt og er hún í miklu uppáhaldi.  Brauðið er svolítið sætt, enda með sætu, en í því er rúgsigti sem er sambland af hveiti og rúgmjöli. Best er að borða það nýbakað. Þetta er brauð sem er upplagt að frysta í sneiðum og ná sér í eina og eina til að setja í brauðristina.

Hráefni

 • 5 dl mjólk
 • 25 g pressuger eða 6 g þurrger (u.þ.b. 2 tsk)
 • ½ tsk salt
 • 3 msk sykur
 • 1 dl síróp
 • 5 dl rúgsigti (2½ dl rúgmjöl + 2½ dl hveiti)
 • 9 – 11 dl hveiti
 • ¼ tsk hjartarsalt

Verklýsing

 1. Gerið sett í skál
 2. Mjólk hituð (37°C) og hluta af henni hellt í skálina. Blandað saman við gerið
 3. Afgangi af mjólk hellt í skálina. Salt, sykur og síróp sett út í.  Rúgsigti blandað saman við – hrært
 4. Hveiti bætt við eftir þörfum (u.þ.b. 8 – 9 dl) og deigið hnoðað (í hrærivél eða á borðplötu) – þar til það hættir að loða við hendurnar. Betra  að það sé ekki of þurrt
 5. Deigið sett á hveitistráða borðplötu og hjartarsalti stráð yfir – hnoðað og skipt í tvo hleifa
 6. Þeir eru settir á ofnskúffu með bökunarpappír og látnir hefast í 60 mínútur
 7. Ofninn hitaður í 200°C (yfir- og undirhiti)
 8. Brauðin bökuð neðarlega í ofninum í 30 mínútur – þegar 10 mínútur eru eftir af tímanum er gott að setja bökunarpappír yfir brauðin svo að þau brenni ekki

Hjartarsalti stráð yfir deigið og það svo hnoðað

Mótaðir tveir hleifar og þeir látnir hefast (með klút yfir). Þegar brauðið hefur hefast má skera rákir í það 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*