Eplakaka með möndlumassa – í sérstöku uppáhaldi

Eplakaka með möndlumassa – í sérstöku uppáhaldi

 • Servings: 8 - 10
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessa eplakaka er í miklu uppáhaldi hjá okkur en uppskriftin kemur úr bókinn ,,Áttu von á gestum¨ sem kom út fyrir mörgum árum.

 

Hráefni

Deig

 • 3 dl hveiti
 • 100 g smjör – við stofuhita
 • 2 msk sykur
 • 4 msk kalt vatn

Fylling

 • 100 g möndlumassi
 • 3 – 4 græn matarepli
 • 1 dl sykur
 • 100 g smjör – við stofuhita
 • 2 eggjahvítur

Verklýsing

 1. Öllu hráefni blandað saman og deig hnoðað. Geymt í kæli í u.þ.b. klukkustund
 2. Ofninn hitaður í 225°C – yfir og undirhiti
 3. Deigið flatt út í kringlótta köku og sett í eldfast fat (tertumót) sem er 24 cm í þvermál. Klætt að innan með deiginu
 4. Deigið skorið við kantinn og botninn pikkaður með gaffli
 5. Mönslumassi rifinn yfir botninn
 6. Eggjahvítur þeyttar og lagðar til hliðar. Hægt að nota sömu skál til að hræra saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós
 7. Epli rifin og sett út í sykursmjörblönduna
 8. Þeyttu eggjahvítunum blandað varlega saman við eplablönduna sem er síðan sett í fatið ofan á möndlumassann
 9. Það sem eftir er af deiginu er flatt út, skorið í ræmur og þær lagðar yfir – sjá mynd
 10. Penslað með hrærðri eggjablöndu og bakað neðarlega í ofninum í 35 mínútur. Athuga eftir 15 – 20 mínútur hvort kakan sé orðin dökk en þá þarf að leggja álpappír yfir hana

 

Meðlæti

Borin fram með rjóma eða ís.

IMG_3115

IMG_3114

IMG_3113 IMG_3112

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*