Brakandi og stökkar samlokur með kjúklingi

Brakandi og stökkar samlokur með kjúklingi

 • Servings: /Magn: 36 - 40 litlar samlokur eða 20 stærri
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftin varð til þegar við vorum að undirbúa fermingu Örnu. Okkur langaði að bjóða upp á samlokur. Við prófuðum okkur áfram og niðurstaðan varð sértaklega ánæguleg. Góðar samlokur sem hægt er að forvinna og þægilegt að útbúa. Það má einnig hafa þær helmingi stærri og verður þá hver og ein um leið meiri matur.

Forvinna

Pítubrauðin er hægt að baka áður og geyma í frysti. Kjúklinginn má elda daginn áður og geyma í kæli. Steinseljupestóið má gera daginn áður en betra að mauka lárperuna/avókadóið samdægurs.

 

Hráefni

Lítil pítubrauð

Kjúklingur

 • U.þ.b. 250 – 300 g kjúklingalundir
 • 1 – 2 msk rautt curry paste
 • ½ – 1 dl olía

Avókadóbitamauk

 • 1 avókadó/lárpera – skorið í litla bita
 • Safi úr lime
 • ½ stk chili – fræhreinsað og saxað smátt

Steinseljupestó

 • Tæplega 1 búnt steinselja
 • Basilikublöð (má sleppa)
 • 3 – 5 hvítlauksrif
 • 1 msk sólblómafræ
 • 1 – 2 msk rifinn parmesanostur
 • 1½ dl olía
 • Ögn af sítrónu
 • Ögn af sætu t.d. hunang eða sykur
 • Pipar og saltflögur

Sósa

 • U.þ.b. 2 – 4 msk majones
 • U.þ.b. 2 – 4 tsk rautt curry paste

Samsetning

 • Rucolasalat
 • Litlir tómatar – skornir í bita
 • Olía
 • Saltflögur

Verklýsing

Pítubrauð

Best að láta deigið hefast að lágmarki í 3 klukkutíma – lokahefing stendur yfir síðasta klukkutímann.

 1. Geri, súrdeigi, volgu vatni, hunangi og hluta af hveitinu (u.þ.b. 7 dl) blandað saman í skál – klútur (viskustykki) settur yfir og látið hefast í a.m.k. 2 klukkutíma – má vera lengur
 2. Afgangi af hveiti hnoðað saman við deigið ásamt saltinu – geymt á borðplötu með klút yfir í a.m.k. 30 mínútur
 3. Deiginu skipt í 36 – 40 hluta – u.þ.b. 40 g hver – og kúlur mótaðar. Ágætt að leyfa þeim að standa í u.þ.b. 20 mínútur
 4. Kökukefli notað til að móta pítubrauð – flatt út lauslega þ.e. ekki þrýsta of mikið á. Gott að hafa þau ekki of þunn
 5. Brauðin sett á bökunarplötur með bökunarpappír og klútur lagður yfir – látið hefast í 1 klukkustund
 6. Grillið hitað (hæsti hiti) – pítubrauðin sett á grillið og þau látin ná góðum lit báðum megin. Ef bakað er í ofni: Ofninn hitaður 255°C (yfir- og undirhiti).  Brauðið bakað í u.þ.b. 10 mínútur
 7. Ef frysta á brauðin er betra að láta þau kólna, skera þau vel til hálfs (eins og pítubrauð eru skorin) og setja þau í lokaðan poka. Gott að taka þau út nokkru áður en á að nota þau

 

Kjúklingur

 1. Olía og curry paste hrært saman og hellt yfir kjúklinginn. Látið liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt
 2. Ofninn hitaður í 220 °C (yfir- og undirhiti)
 3. Kjúklingurinn settur á ofanskúffu og eldaður í u.þ.b. 5 mínuútur, snúið við og eldað í aðrar 5 mínútur – eða þar lundirnar eru steiktar í gegn
 4. Kjúklingurinn látinn kólna og skorinn í litla bita
 5. Kjúklinginn má geyma í kæli í nokkra daga. Betra að taka bitana út aðeins áður en þeir eru notaðir svo þeir séu ekki ískaldir þegar þeir eru settir í samlokuna

 

Avókadóbitamauk og sósa

 1. Avókadó, chili og lime blandað saman – ágætt að mauka það aðeins svo að auðveldara sé að smyrja því á samlokurnar
 2. Curry paste og majones hrært saman í skál

Steinseljupestó

 1. Allt sett í matvinnsluvél eða öflugan blandara og maukað saman

Samsetning

 1. Pítubrauð er smurt með smá af sósunni öðru megin að innan. Steinseljupestó smurt á hina hliðina, nokkrir kjúklingabitar settir ofan í og avókadóbitamauki bætt í ásamt nokkrum blöðum af klettasalati og tómatabitum
 2. Samlokan sett í heitt samlokugrill og grilluð þar til kominn er fallegur litur á hana
 3. Tekin út, pensluð með olíu og saltflögum stráð yfir
 4. Það er sniðugt að setja bút af bökunarpappír á lokaða endann og halda þar í þegar samlokan er borðuð

 

Pressuger og súrdeigsgrunnur

IMG_2482

 

Pítubrauð í vinnslu

IMG_1826

IMG_2480

Kjúklingur í vinnslu

IMG_2479

Samlokur í vinnslu

IMG_2347

IMG_2485

IMG_2348

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*