Fragilité

Fragilité

 • Servings: 14-16 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu. Einnig er hægt að nota kringlótt form og þá 2/3 af uppskriftinni.

Forvinna

Best að baka kökuna nokkrum dögum áður en hún er borin fram og geyma hana í kæli í a.m.k. 4 daga. Taka hana út 2-3 sinnum og láta hana standa við stofuhita í 1-2 klukkustundir.

Hráefni

Botnar

 • 8 eggjahvítur
 • 5 dl sykur
 • 125 möndlumassi
 • 2 msk mjólk
 • 200 g möndluflögur

Fylling

 • 400 g mjúkt ósaltað smjör
 • 2 dl flórsykur
 • 4 tsk neskaffi
 • 4 tsk kakó
 • 4 eggjarauður

Verklýsing

Botnar

 1. Eggjavítur þeyttar vel og sykri blandað í smám saman
 2. Möndlumassinn leystur upp í mjólkinni og því blandað við eggjahvítuhræruna (fyrst með smáhræru, síðan blandað við alla hræruna)
 3. Möndluflögum stráð yfir botnana
 4. Smurt á bökunarpappír, 4 botnar ca. 25 x 30 cm (gott að strjúka pappírinn áður með köldu smjöri)
 5. Bakað við 150°C í 25-30 mínútur

 

Fylling

 1. Mjúkt ósaltað smjör og flórsykur þeytt saman
 2. Kakó og neskaffi sigtað saman og bætt við
 3. Eggjarauðunum, einni í einu, bætt við
 4. Fyllingunni er smurt á alla botnana og þeim raðað saman
 5. Látið standa í kæli í nokkra daga
 6. Skreyting – 50 g af súkkulaði brætt og sett í plastpoka. Annað hornið klippt af og búið til lítið gat – sprautað á kökuna og hún skreytt

Geymsla

Kakan geymist mjög vel í kæli.

IMG_9003

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*