Home » Hakk og spagetti a´la Heimir

Hakk og spagetti a´la Heimir

Hakk og spagetti a´la Heimir

  • Servings: 6 - 8 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Þennan rétt hefur Heimir þróað áfram í mörg ár og er hann reglulega á matarborðinu á heimilinu – alltaf mjög vinsæll. Hann er sérstaklega barnvænn og reyndar einnig í uppáhaldi hjá mér og þá með miklu af fersku salati. Ef afgangur verður er mjög vinsælt að blanda hakkinu og spagettíinu saman í pott og hita ásamt ögn af olíu og tómatsósu.

Hráefni

  • 1 kg nautahakk
  • 2 flöskur af lífrænum maukuðum tómötum/2 dósir af niðursoðnum tómötum  – ef tómatar liggja undir skemmdum er upplagt að bæta þeim við
  • 2 – 3 msk tómatpúrra
  • 3 tsk Lawry’s seasoned salt
  • 3 tsk Italian seasoning
  • 1½ tsk Garlic pepper eða sítrónapipar
  • 4 – 5 msk tómatsósa
  • 2 – 3 hvítlauksrif
  • U.þ.b. 600 g spagetti

Verklýsing

  1. Hakkið steikt á þurri pönnu – ekki á of miklum hita
  2. Allt annað hráefni sett í blandara og maukað
  3. Maukinu hellt út í kjötið og látið malla. Ágætt að smakka til varðandi kryddið
  4. Spagetti soðið

Meðlæti

Borið fram með salati og rifnum parmesanosti.

 

Hugmynd fyrir halloween: Svart pasta (fæst í Krónunni) og hakk borið fram með burata sem er skreytt með svartri ólífu og saframþræðum… dass af góðri olíu hellt yfir í lokin

 

IMG_0428
Hakkafgangar

 

One Comment

  1. Pingback: Heimagerð pizzusósa – hanna.is

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*