Granólabitar

Granólabitar

  • Servings: /Magn: 15 - 25 bitar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi granólabitar fóru með í sumargönguna á hverju ári og fengju göngukonur að njóta þeirra uppi á fjöllum. Góðir og orkumiklir bitar sem gott er að eiga til að gæða sér á.

 

Hráefni

  • 190 g haframjöl (eða 160 g hafrar og 30 g haframjöl)
  • U.þ.b. 80 g hrásykur (má nota sambland af hrásykri, kókos, sírópi, hunangi eða döðlum)
  • 110 g möndlur eða annað hnetulegt – grófsaxað
  • 150 g suðusúkkulaði – saxað
  • Kókosflögur, trönuber, rúsínur eða það sem er í uppáhaldi
  • ½ tsk saltflögur
  • ¼ tsk kanill
  • 85 g hnetusmjör/möndlusmjör eða blanda af báðum
  • 1 tsk vanilludropar
  • 100 – 150 g smjör – við stofuhita Ath: með lágmarkssmjöri verða bitarnir lausari í sér
  • 6 msk hlynsíróp (einnig hægt að nota t.d. sykurrófusíróp eða byggsíróp )
  • 1 msk vatn

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C (yfir- og undirhiti). Ath. Ef stillt er á blástur má hitinn ekki vera hærri en 175°C
  2. Öllum þurrefnum blandað saman
  3. Blautefnum blandað saman í skál eða pott (ágætt að bræða smjörið aðeins og bæta síðan öðrum blautefnum saman við) – blandað vel saman við þurrefnin
  4. Smjörpappír settur í eldfast form u.þ.b. 20 x 20 cm – smyrja þar sem pappírinn nær ekki að hylja
  5. Deigið sett ofan í – þrýsta vel
  6. Bakað í 30 – 35 mínútur – fylgjast með að ekki brenni
  7. Kælt og skorið í bita og geymt í lokuðu boxi í kæli.  Ath: Þegar granólabitar eru skornir niður kemur töluverður mulningur – sem er fínn ofan á morgunverðardiskinn

 

Geymsla: Geymist mjög vel í lokuðu boxi í kæli.

img_9311

 

14060064_10154381474158864_1771018510_o

img_9058

Granólabitar með sykurrófusírópi (þá verða bitarnir mun dekkri)

img_9061

Mulningur á morgunverðardiskinn  

img_7551

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*