Home » Bolla, bolla kókosbolluís

Bolla, bolla kókosbolluís

Ís með kókosbollum

  • Servings: 6
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

 

Uppruni

Hér kemur ein auðveld uppskrift að ís … eina er að það þarf að eiga ísvél til að búa hann til.  Concentreraða mjólkin gerir mikið fyrir ísinn en kostar því miður allt of mikið hér á Íslandi (hef keypt í útlöndum og tekið með mér heim… t.d. kostar hún brot af því, sem hún kostar hér, á Tenerife).  Með því að nota concentreruðu mjólkina verður ísgerðin mjög auðveld og bragðið er gott… kemur þetta góða ísbragð.

 

Hráefni

  • 1 dós concentreruð mjólk (325 g)
  • 1 dós kókosmjólk eða kókosrjómi (350 – 400 ml)
  • 1 dl kókosmjöl
  • 6 kókosbollur – kramdar
  • Má alveg kremja þessar tvær, sem eftir eru í pakkanum, ofan á ísinn

Verklýsing

  1. Concentreraða mjólkin, kókosmjólkin, mjölið og bollurnar sett í skál og blandað saman.  Blandan sett í ísvélina sem er látin vinna í u.þ.b. 45 – 50 mínútur (svolítið mismunandi eftir vélum)
  2. Ísinn settur í ílát (má setja í Hönnupott í miðstærð sem tekur tæplega 1 líter) og kókosbollur kramdar yfir – einnig má skreyta með kókosmjöli

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*