Dýrindis naanbrauð með hvítlaukssmjöri

Vinsælar naanbollur

  • Servings: /Magn: 20 bollur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ég fékk uppskriftina hjá Drífu minni. Hún bakaði þessar naanbollur hér heima um daginn og slógu þær heldur betur í gegn.  Ég er búin að baka þær nokkrum sinnum og finnst þær alltaf jafngóðar – ef þær klárast ekki með matnum þá eru þær búnar daginn eftir.

Hráefni

  • 2 dl mjólk – volg (ekki hærra en 37°C)
  • 2 msk sykur
  • 1 bréf þurrger (11 g)
  • 600 g hveiti
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 4 msk olía
  • 2 dl ab-mjólk eða 1 dós hrein jógúrt

Ofan á

  • 25 – 30 g smjör
  • 1 – 2 hvítlauksrift – smátt söxuð
  • Ferskt kóriander og/eða steinselja (einnig má nota aðrar kryddjurtir eða krydd eins og shawarma eða garam masala)
  • 1 msk gróft salt

 

Verklýsing

  1. Ger, sykur og volg mjólk sett saman í skál – látið standa í 15 mínútur
  2. Hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt bætt saman við mjólkurblönduna og hnoðað saman – ath. betra að setja helminginn af hveitinu fyrst og bæta svo við jafnt og þétt á meðan deigið er hnoðað (verra ef deigið er of þurrt)
  3. Rakur klútur settur yfir skálina og deigið látið hefast í 1 klukkustund
  4. Ofninn stilltur á 250°C (yfir- og undirhiti)
  5. Deiginu skipt í 20 bita og kúlur mótaðar
  6. Hver bolla er mótuð með því að teygja og toga létt með höndunum. Bollunum raðað í ofnskúffu með bökunarpappír – gott að láta þær standa í u.þ.b. 15 mínútur áður en þær eru settar í ofninn
  7. Kryddjurtir og salt blandað saman á einn disk.  Brætt smjör og hvítlaukur (saxaður eða pressaður) blandað saman og sett á annan disk
  8. Brauðið bakað í 4 – 6 mínútur – frekar ofarlega í ofninum.  Mikilvægt að fylgjast vel með eftir 4 mínútur þar sem þær dökkna fljótt
  9. Efri hlutanum er dýpt ofan í hvítlaukssmjörið og síðan í kryddblönduna. Setja má meira af kryddblöndunni á brauðið með fingrunum (kemur ekki alltaf alveg nóg með því að bara dýfa)
  10. Sett á ofngrind og smjörið látið setjast aðeins
  11. Best að borða bollurnar nýbakaðar en það má líka velgja þær með því að setja þær aðeins í volgan ofn (50° – 80°C) og bera þær svo fram
  12. Bollurnar eru langbestar nýbakaðar en líka fínar daginn eftir

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*