Hvítir súkkulaðbitar með möndlum og lakkrísdufti – algjört lostæti

Hvítir súkklulaðibitar með möndlum og lakkrísdufti - algjört lostæti

  • Servings: /Magn: 1 plata(10x20 cm)
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Ef tíminn er naumur og bjóða á upp á eitthvað lítið en sætt með kaffinu er þessi heimatilbúna uppskrift alveg upplögð. Gott að eiga svona bita í kælinum.  Það má jafnvel nota þá sem skraut á köku.

Hráefni

  • U.þ.b. 100 g hvítir súkkulaðidropar
  • 25 g möndlur – saxaðar gróft
  • Lakkrísduft

Verklýsing

  1. Hvítt súkkulaði brætt í skál yfir heitu vatnsbaði (skálin sett á pott með heitu vatni í – ekki láta vatnið sjóða of mikið)
  2. Súkkulaðibráðinni hellt yfir bökunarpappír og möndlum stráð yfir.  Lakkrísdufti dreift yfir – sett í kæli
  3. Þegar platan er orðin hörð er hún brotin í bita

Geymsla: Geymist vel í kæli

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*