Home » Spergilsúpa (aspassúpa) með estragonkremi – sérstaklega góð

Spergilsúpa (aspassúpa) með estragonkremi – sérstaklega góð

Spergilsúpa (aspassúpa) með estragonkremi - sérstaklega góð

  • Servings: fyrir 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í dagblaði fyrir löngu og þykir hún alltaf góð. Ekki spillir fyrir að hún fellur í kramið hjá mörgum börnum.

Forvinna

Hægt er útbúa súpuna einhverju áður.

Hráefni

Súpa

  • 20 g smjör
  • 1 laukur – fínt saxaður
  • 2 hvítlaukskrif – fínt söxuð
  • 2 stórar kartöflur – afhýddar og skornar í teninga
  • ½ – 1 l kjúklingasoð
  • 400 g ferskur spergill eða góður úr dós
  • Salt og svartur pipar

Estragonkrem

  • 2 msk ferskt, estragon (má líka nota aðrar kryddjurtir) – 1 msk þurrkuð estragon
  • 1 dl sýrður rjómi
  • ½ tsk rifinn sítrónubörkur
  • 2 msk þeyttur rjómi

Verklýsing

Estragonkrem

  1. Ágætt að byrja á því að útbúa kremið og láta bragðið taka sig
  2. Rjóminn þeyttur, ferskt estragon saxað – þurrkað estragon mulið í morteli
  3. Sýrður rjómi hrærður í skál og þeyttum rjóma bætt við – blandað
  4. Sítrónubörkur rifinn og bætt við í skálina ásamt estragoni – hrært saman
  5. Sett í kæli

Súpan

  1. Smjör brætt á meðalhita í potti
  2. Laukur og hvítlaukur mýktir í smjörinu. Kartöflur afhýddar og skornar í teninga og bætt út í
  3. Soði hellt í pottinn og suðan látin koma upp – látið sjóða í 5 mínútur
  4. Ef ferskur spergill er notaður þá er gott að skera aðeins af afskurðinum – skera þá í litla bita og bæta við súpuna – sjóða í 10 mínútur
  5. Bragðbætt með salti og pipar
  6. Helmingur súpunnar maukaður (mauka venjulega þykkri endann af sperglinum) – þannig þykknar súpan. Hrært saman

Meðlæti

Súpan er borin fram með estragonkreminu og bragðast vel með nýbökuðu brauði.

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*