Heimatilbúin graflaxsósa

Heimatilbúin graflaxsósa

  • Servings: fyrir 4-5
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftina fengum við hjá Árna vini okkar og klikkar hún ekki. Þessi frískandi og góða sósa er á jólahlaðborðinu á hverju ári.

Forvinna

Gott að laga sósuna eitthvað áður – þá er hún betri.

Hráefni

  • 1 dós sýrður rjómi (eða 180 g af grískri jógúrt)
  • 2 – 3 msk sætt sinnep
  • 1 – 1½ msk hunang
  • Dill – gott að nota þurrkað

Verklýsing

Öllu hrært saman. Gott að sósan fái að jafna sig – dillbragðið nær þá meira að njóta sín.

Geymsla

Geymist vel í lokuðu íláti í kæli.

 

4 Comments

  1. Æðisleg! Ég bý í Noregi og finn ekki almennilega sósu með graflaxinum. Þessi sósa er akkúrat það sem ég var að leita eftir. Takk 😀

  2. Kristinn Sigmarsson

    Ég bý á Tenerife og langar að fylgjast með og nota uppskriftir og hugmyndir sem hér eru, takk fyrir.

Skildu eftir svar við Jóna Cancel

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*