Sultaður rauðlaukur – góður á hamborgarann

Sultaður rauðlaukur – góður á hamborgarann

  • Servings: /Magn: rúmlega 1 dl
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Auðveld uppskrift sem er heimatilbúin. Sérstaklega gott að setja sultaðan rauðlauk og piparrótarsósu ofan á hamborgara.

Forvinna

Hægt að gera töluvert áður þar sem laukurinn geymist vel í kæli í lokuðu íláti.

Hráefni

  • 2 rauðlaukar – afhýddir og skornir í þunnar sneiðar
  • ½ dl balsamic
  • 1 hvítlauksgeiri (pressaður eða saxaður fínt)
  • 2 msk hunang
  • 1 msk olía
  • ½ – 1 msk sykur
  • Nýmalaður pipar

Verklýsing

  1. Niðurskornar lauksneiðar settar í pott ásamt öðru hráhefni – hitað að suðu
  2. Látið sjóða á meðalhita í 35 – 45 mínútur eða þar til mest af vökvanum hefur gufað upp og blandan er orðin sultukennd. Muna að hræra í öðru hvoru þannig að ekki brenni við – sérstaklega í lokin
  3. Sett í hreina krukku með loki og geymt í kæli

IMG_3865

2 Comments

  1. Takk kærleg, dásameg uppskirft 🙂

Skildu eftir svar við Hanna Cancel

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*