Grillpinnar með hnetusmjörsósu

Grillpinnar með hnetusmjörsósu

  • Servings: fyrir 7 - 8/Magn: u.þ.b. 10 grillpinnar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og hefur hún alltaf notið mikilla vinsælda.

Forvinna

Ég kaupi oftast kindafile og set það í marineringu daginn áður. Ef ekki er nægur tími til stefnu má láta kjötið standa úti í marineringu í 4-6 klukkutíma. Sósuna má gera eitthvað áður.

Hráefni

Marinering

  • ½ dl eplaedik
  • 1 dl olía
  • 2 hvítlauksrif – pressuð/söxuð
  • U.þ.b. ¼ dl rifinn engifer
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk hunang
  • Mulinn pipar

 

Grillpinnar

  • U.þ.b. 1½ kg kjöt
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 1½ – 2 laukar
  • 200 g sveppir
  • Tómatar

 

Hnetusmjörsósa

  • U.þ.b 1 lítri af kjötsoði (vatn og kjötkraftur)
  • 2 dl hnetusmjör – fínt eða gróft eftir smekk
  • 2 msk sósujafnari
  • ¼ tsk eplaedik
  • U.þ.b. 1 tsk saltflögur

Verklýsing

Marinering

  1. Öllu hráefni blandað saman í skál
  2. Kjötið er skorið í hæfilega stóra bita (u.þ.b. 5 cm eða 50 g hver biti) – sett út í marineringuna
  3. Geymt í kæli yfir nótt eða látið standa úti í u.þ.b. 4 klukkutíma

 

Grillpinnar

  1. Laukur skorinn í báta og settur í skál með köldu vatni (það mildar bragðið og dregur út lyktinni). Papríka skorin í bita
  2. Öllu raðað á grillpinna – trépinna er gott að setja í bleyti aðeins áður. Yfirleitt eru settir þrír kjötbitar á hvern grillpinna (U.þ.b. 150 g kjöt á hvern pinna) ásamt grænmeti. Gott að raða þeim á ofnskúffu.  Stundum eru gerðir aukapinnar með sveppum eða tómötum á
  3. Best að laga sósuna áður en kjötið er grillað
  4. Grillið hitað og pinnarnir grillaðir – hvorum megin í u.þ.b. 3 mínútur.  Gott að strá saltflögum

 

Hnetusmjörsósa

  1. Vatn hitað að suðu í potti og kjötkrafti bætt út í
  2. Hnetusmjöri bætt við og því hrært saman við kjötsoðið
  3. Sósujafnari settur út í þegar hnetusmjörið hefur náð að blandast kjötsoðinu – hitað að suðu og hrært þar til sósan þykknar. Smekksatriði hversu þykk sósan á að vera – sósujafnara bætt við eftir þörfum
  4. Ediki og salti bætt við – smakkað til

Meðlæti

Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

IMG_0888

2 Comments

  1. Anna Stefánsdóttir

    Prófaði grillpinnana í gær. Heppaðist mjög vel og var sérstaklega gott. Rann ljúflega niður í gestina. Ég á örugglega eftir að prófa meira frá ykkur.

    Kær kveðja,
    Anna

  2. Gaman að heyra 🙂

Skildu eftir svar við hannathorag Cancel

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*