Frábær gulrótarkaka

Frábær gulrótarkaka

  • Servings: fyrir 10-12
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift sá ég í Gestgjafanum fyrir mörgum árum. Mér finnst hún alltaf jafn góð, einföld og fljótleg.

Hráefni

  • 300 g hveiti
  • 2 tsk lyfitduft
  • 1½ tsk kanill
  • ¾ tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk vanilludropar
  • 150-160 g púðursykur
  • 2 dl olía
  • Tæpur 1½ dl apríkósumarmelaði
  • 3 – 4 (u.þ.b. 160 – 200 gr) rifnar gulrætur
  • 2 egg

Ofan á

  • 200 g suðusúkkulaði
  • Örlítið af olíu

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blásturstilling)
  2. Þurrefnum blandað saman í skál – blandað saman
  3. Öllu öðru hráefni blandað saman við – hrært
  4. Deigið sett í 22 – 24 cm (þvermál) smelluform með bökunarpappír í botninn. Bakað í 35 – 40  mínútur. Gott að stinga með prjón í kökuna til að sjá hvort hún er bökuð (ef loðir mikið deig á prjóninum þarf hún aðeins lengri tíma)
  5. Kakan tekin úr forminu og látin kólna. Sett á kökudisk
  6. Suðusúkkulaði brætt í vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Ögn af olíu hrært saman við og hellt yfir kökuna – skreytt með rifnum gulrótum

Meðlæti

Borið fram með rjóma.

Geymsla

Ég hef geymt kökuna við stofuhita með glerhjúp yfir. Kakan er merkilega góð nokkurra daga gömul.

 

No Comments

  1. Mjög góð kaka, er nú uppáhaldskakan hennar Guðrúnar Katrínar.

Skildu eftir svar við Lára Cancel

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*