Helgarbrauð með súkkulaði

Helgarbrauð með súkkulaði

  • Servings: /Magn: 1 brauð
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í blaði fyrir mörgum árum. Alltaf vinsælt hjá börnunum.

Hráefni

  • 450 g hveiti
  • 2 tsk sykur
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 100 g saxað suðusúkkulaði
  • 3½ dl súrmjólk
  • 1 egg
  • Mjólk til penslunar

Verklýsing

  1. Ofinn hitaður í 200°C (yfir- og undirhiti)
  2. Hveiti, sykri, salti, matarsóda og súkkulaði blandað saman
  3. Súrmjólk og egg sett úr í og hrært saman við
  4. Hnoðað aðeins og kúla mótuð úr deiginu – bætt við hveiti ef með þarf
  5. Deigkúlan sett á smjörpappír og skorinn kross í miðjuna með hnífi
  6. Brauðdeigið penslað með mjólk og bakað í 35 – 40 mínútur (ath að ef það er orðið dökkt má setja álpappír yfir)

Meðlæti

Gott með smjöri.

IMG_0426

No Comments

  1. Anna Stefánsdóttir

    Flottur vefur, til hamingju með hann. Ég á örugglega eftir að nota uppskriftirnar, það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Bestu kveðjur, Anna

    • Takk kærlega Anna,
      Þetta verður svona elífðarverkefni:) Gaman ef þú finnur eitthvað til að prufa og láttu mig endilega vita ef það er eitthvað sem betur má fara.
      Kveðja, Hanna

Skildu eftir svar við hannathorag Cancel

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*