Hreindýrabollur sem toppa allt

Hreindýrabollur… þessar eru einfaldlega þær allra bestu

  • Servings: 30 - 35 stk
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ég smakkaði þessar bollur í fyrsta skipti fyrir rúmu ári og fannst þær það allra besta sem ég hafði fengið lengi. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég aftur að gæða mér á bollum eftir þessari uppskrift og ennþá voru þær jafngóðar. Sonur minn spurði mig um daginn hvenær við myndum eiginlega fá aftur svona bollur. Það eru þau Elsa frænka mín og Hansi sem luma á þessari uppskrift og fékk ég loksins að spreyta mig …. bara eins og alltaf þá voru þær æði.

Hráefni

Bollur

  • ½ kg hreindýrahakk
  • ½ pakki Ritzkex – mulið í morteli
  • 1 bréf púrrulauksúpa
  • 2 dl súrmjólk/ab-mjólk
  • Smá salt og pipar

 

Piparsósa

  • 2 dl vatn
  • 1 piparostur
  • 2½ dl matreiðslurjómi
  • Pipar

 

Hugmynd að meðlæti – laukur og pera með smá sætu

  • 1 pera – flysjuð og skorin í bita
  • 2 skarlottulaukar (smátt saxaður)
  • Smjör
  • Smá af púðursykri

Verklýsing

Bollur

  1. Allt hráefni hrært saman – ég blanda saman með guðsgöfflunum (nota hnúana létt til að hnoða aðeins) en það má gera eins og hver og einn kýs
  2. Litlar bollur mótaðar – ágætt að nota skeið til að ákveða magnið – þá verða þær síður misstórar.  Panna hituð
  3. Bollurnar steiktar á olíu á hvorri hlið þar til fallegur litur er kominn á þær – settar í eldfast mót
  4. Ofninn hitaður í 180°C yfir- og undirhiti (eða 175°C blásturstilling)

 

Sósa

  1. Vatn sett á pönnuna og krafturinn af bollunum soðinn upp (látið sjóða í nokkrar mínútur)
  2. Piparostur skorinn í bita og bætt við – hrært og osturinn látinn bráðna
  3. Rjóma hellt út í smátt og smátt og hrært í þar til osturinn hefur alveg bráðnað og blandast vel saman við
  4. Kryddað með blönduðum, muldum pipar

 

Samsetning

  1. Sósunni hellt yfir bollurnar og eldað í 20 mínútur í ofninum

 

Hugmynd að meðlæti – laukur og pera með smá sætu

  1. Smjör brætt á pönnu og skarlottulaukurinn látinn malla í nokkrar mínútur á meðalhita þar til hann verður glær
  2. Perubitum bætt við – blandað saman og hrært
  3. Púðursykur settur út í – blandað saman á meðalhita í örfáar mínútur

 

Meðlæti:  Gott með kartöflumús t.d. kartöflumúsin hennar mömmu eða ofnsteiktum kartöflum, sætum kartöflum eða öðru rótargrænmeti.Rauð berjasósa gerir góðan mat enn þá betri

Bollur í vinnslu

Sósan í vinnslu

 

Hugmynd að meðlæti – laukur og pera með smá sætu

 

 

 

2 Comments

  1. Mjög góðar bollur!

Skildu eftir svar við Hanna Cancel

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*