Hafrakexið hennar mömmu

Hafrakexið hennar mömmu

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 120 kökur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Hér áður fyrr bakaði mamma alltaf hafrakex fyrir jólin. Með árunum fækkaði tegundunum hjá henni og eru mörg ár síðan ég hef fengið hafrakexið hennar. Mér þótti það að vísu alltaf síst en borðaði það þegar allar hinar tegundirnar voru búnar.  Það var best með smjöri og osti.  Í dag kann ég betur að meta hafrakex, kaupi það stundum og ákvað því að dusta rykið af uppskriftinni.  Ég varð ekki fyrir vonbrigðum og heimilisfólkið varð mjög ánægt með framtakið.  Ég var vinsamlegast beðin um að baka kexið oftar.

Forvinna

Betra að hnoða deigið daginn áður en það er bakað – má jafnvel geyma það í nokkra daga í kæli.

Hráefni

  • 4 bollar hafragrjón
  • 2 bollar hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 250 g smjör – við stofuhita (ágætt að skera það í litla bita ef það er ekki alveg mjúkt)
  • 1 bolli mjólk
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • ½ tsk hjartarsalt

Verklýsing

  1. Öllu hráefni blandað saman og hnoðað vel. Deigið á að vera blautt en jafnvel má setja 1 – 2 dl af hveiti til viðbótar. Deigið sett á disk – plastfilma lögð yfir og geymt í kæli yfir nótt (má geyma í nokkra daga)
  2. Ofninn hitaður í 220°C (yfir- og undirhiti)
  3. Deigið tekið úr kæli og skipt í u.þ.b. 4 – 8 hluta.  Einn hluti tekinn og flattur út – gott að vera með tvær arkir af bökunarpappír til að auðvelda að fletja deigið út (sjá myndir)
  4. Smekkstatriði hversu þunnar eða þykkar kökurnar eiga að vera – glas eða hringlaga form notað til að skera út kökurnar. Þær eru síðan lagðar á bökunarplötu með bökunarpappír/fjölnotapappír) – gott að nota hníf til að taka kökurnar upp og leggja þær á plötuna.  Mikilvægt að pikka kökurnar með gaffli (annars myndast loftbólur)
  5. Bakað neðarlega í ofni í u.þ.b. 6 mínútur – bökunartíminn er í samræmi við þykktina á kökunum. Ef þær eru mjög þykkar þurfa þær lengri tíma og öfugt.  Liturinn er einnig smekksatriði – sumir vilja hafa þær ljósar á meðan öðrum finnst betra að hafa þær dekkri

 

Geymsla: Kökurnar geymast mjög vel – á fati eða í lokuðu boxi (ekki í loftþéttu – þá verða þær mjúkar).

Verklýsing 1 – deigið útbúið

img_9312

 

Verklýsing 3 – deigið flatt út 

img_9332

img_9331

img_9330

 

Verklýsing 4 – gott að nota hníf til að taka afskurðinn 

img_9329

Verklýsing 4 – mikilvægt að pikka kökurnar með gaffli

img_9328

 

Kökur gerðar úr afskurði

img_9326

 

Verklýsing 5

img_9327

 

img_9338

 

 

 

2 Comments

  1. Mr. Hersir Albertsson

    Má frysta hafrakexið?

Skildu eftir svar við Mr. Hersir Albertsson Cancel

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*